Frábær uppskrift fyrir jólabaksturinn
Aðdraganda jólanna fylgja margar hefðir og er ein þeirra að gera vel við sig í mat og drykk.
Eva Laufey Kjaran matarbloggari og sælkeri með meiru hefur í samstarfi við Kornax prófað sig áfram í bakstri úr glútenlausa mjölinu og er hér að finna uppskrift frá henni sem er bæði glútenlaus og góð á aðventunni.
Hnetusmjörs-og súkkulaðikökur
Hráefni:
300 g smjör
200 g sykur
200 g púðursykur
2 dl hnetusmjör, ósætt
2 tsk. vanilla extract eða vanillusykur
3 egg
500 g Finax fínt mjöl
2 tsk. vínsteinslyftiduft
200 g súkkulaði, saxað
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C (blástur). Hrærið smjör, báðar tegundir af sykri, hnetusmjöri og vanillu þar til blandan er kremkennd. Bætið eggjum út í, einu í einu og hrærið vel á milli. Blandið mjölinu og lyftiduftinu saman við og hrærið vel í deiginu. Saxið súkkulaði og bætið við með sleif. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og setjið deigið með 2 teskeiðum, með góðu millibili á plötuna. Bakið kökurnar í um það bil 10 – 12 mínútur. Kælið áður en þið þekjið helminginn með súkkulaði.
Bræðið 150 g af súkkulaði yfir vatnsbaði, dýfið helmingnum af kökunni ofan í og leggið á bökunarpappír og leyfið súkkulaðinu að stífna áður en þið setjið kökurnar í kökubox.
Njótið~