Frægir og anorexia – Dennis Quaid
Dennis Quaid barðist við anorexiu eða manorexiu eins og hann kallaði það sjálfur.
Þetta var í kringum 1990. Quaid fékk sjúkdóminn eftir að hann grennti sig um 18 kíló fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Wyatt Earp þar sem hann lék Doc Holliday.
“Handleggirnir á mér voru svo mjóir að ég hafi ekki kraft til að hífa mig uppúr sundlaug” segir leikarinn.
Á þessum tíma var Quaid giftur Meg Ryan. Quaid viðurkennir að hann hafi ekki séð hættulega horaðan mann þegar leit í spegil. Eins og svo margir sem berjast við anorexiu að þá var hans sjálfsmynd brengluð.
“Ég leit í spegil og sá þennan 82.kílóa karlmann, en ég var ekki nema 62 kg á þeim tíma.” Viðurkennir hann.
Bæði konur og karlmenn fá þennan hræðilega sjúkdóm og er það oft vegna of mikils þyngartaps þegar farið er í megrun. Eða eins og með Dennis Quaid, hann létti sig “aðeins” fyrir hlutverk í kvikmynd.
Heimild: healthdiaries.com