Fróðleiksmolar um fósturþroska
Ný manneskja verður til - kraftaverki líkast.
Fósturþroskinn, stikklað á stóru
* Þegar fóstrið er fimm vikna er hjartað farið að slá og það mótar fyrir höndum og fótum.
* Frá og með tíundu viku má greina gönguhreyfingar hjá fóstrinu.
* Frá og með tólftu viku eykst jafnvægistilfinning fóstursins. Ef móðirin snýr sér bregst fóstrið við með fótahreyfingum.
* Frá og með fjórtándu viku fær fóstrið bragðskyn, það getur hreyft sig í kross og gleypir legvatn.
* Frá og með nítjándu eða tuttugustu viku kviknar heyrn fóstursins. Þér er óhætt að tala við barnið og syngja fyrir það.
* Sex mánaða er heilastarfsemin komin í gang. Barnið fær minni.
* Eftir tuttugu og átta til þrjátíu vikur er taugakerfið svo til fullmótað, fóstrið bregst við ljósi og finnur til sársauka.
* Eftir þrjátíu og fjórar til þrjátíu og sex vikur er hitakerfi líkamans tekið til starfa.
Þýðingarmikið er að móðirin stundi líkamsþjálfun og sendi fóstrinu þannig jákvæða strauma með hreyfingu og fallegri tónlist. Enn mikilvægara er að barnið þitt alist upp á heilbrigðan hátt.
Barnið þitt nýtur þess að hreyfa sig með þér á meðgöngunni og eftir að það er fætt. Hreyfing móður og barns saman er einnig gæðatími sem fátt getur keppt við.
Njóttu þess að takast á við veröldina með barninu þínu.
Krisztina G. Agueda
Einkaþjálfari og íþróttaþjálfari
Hreyfiland