Fylltar kjúklingabringur með fetaosti ,ólífum og þurrkuðum eplum
Fylltar kjúklingabringur með fetaosti ,ólífum og þurrkuðum eplum.
Aðalréttur fyrir 4
Hráefni:
4 kjúklingabringur (skinnlausar)
200 g fetaostur (létt mulinn)
1 msk brauðraspur (helst heilhveitirasp)
4-5 hringir þurrkuð epli (70 g) saxað í grófa bita
10-12 stk svartar ólívur (70g) gróft saxaðar
1 msk saxaður graslaukur
8 sneiðar af beikon
Salt og pipar
Aðferð:
Ristið í kjúklingabringuna eftir eftirlöngu enn passa að fara ekki alla leið í gegn, síðan skorið aðeins í sitthvora hliðina , þannig að bringan flest nánast alveg út. Þá er blandað saman fetaosti,ólífunum, eplunum, raspinum og graslauknum og smurt yfir bringuna (sármeginn) síðan er kjúklingabringan rúlluð upp og beikonið vafið í kringum bringuna til að loka henni og halda fyllingunni inni.
Brúna rúllurnar á vel heitri pönnu í smá olíu síðan sett inní 170 gráðu heitan ofn í ca. 10 mín eða kjarnhiti nær 70 gráðum, takið rúllurnar út og leyfið þeim að hvíla í lágmark 10 mín. áður enn skorið er í þær.
Gott að hafa grjón eða couscous og eitthvað gott pestó sem meðlæti.
Njótið vel!