Fara í efni

Fylltar kjúklingabringur með fetaosti ,ólífum og þurrkuðum eplum

það er hægt að nota þessa aðferð til að fylla kjúklingabringur með nánast hverju sem og beikonið gefur skemmtilegan reykkeim
Fylltarkjúklingabringur
Fylltarkjúklingabringur

Fylltar kjúklingabringur með fetaosti ,ólífum og þurrkuðum eplum.

Aðalréttur fyrir 4

Hráefni:

4 kjúklingabringur (skinnlausar)

200 g fetaostur (létt mulinn)

1 msk brauðraspur (helst heilhveitirasp)

4-5 hringir þurrkuð epli (70 g) saxað í grófa bita

10-12 stk svartar ólívur (70g) gróft saxaðar

1 msk saxaður graslaukur

8 sneiðar af beikon

Salt og pipar

Aðferð:

Ristið í kjúklingabringuna eftir eftirlöngu enn passa að fara ekki alla leið í gegn, síðan skorið aðeins í sitthvora hliðina , þannig að bringan flest nánast alveg út. Þá er blandað saman fetaosti,ólífunum, eplunum, raspinum og graslauknum og smurt yfir bringuna (sármeginn)  síðan er kjúklingabringan rúlluð upp og beikonið vafið í kringum bringuna til að loka henni og halda fyllingunni inni.

Brúna rúllurnar á vel heitri pönnu í smá olíu síðan sett inní 170 gráðu heitan ofn í ca. 10 mín eða kjarnhiti nær 70 gráðum, takið rúllurnar út og leyfið þeim að hvíla í lágmark 10 mín. áður enn skorið er í þær.

Gott að hafa grjón eða couscous og eitthvað gott pestó sem meðlæti.

Njótið vel!