Fara í efni

Gakktu af þér kílóin og hafðu það skemmtilegt - þú brennir fleiri kaloríum

Ef þú vilt móta bossann og styrkja lærin þá þarftu ekkert að eyða tímunum saman í ræktinni, ó nei, þú drífur þig út að ganga.
Gakktu af þér kílóin og hafðu það skemmtilegt - þú brennir fleiri kaloríum

Ef þú vilt móta bossann og styrkja lærin þá þarftu ekkert að eyða tímunum saman í ræktinni, ó nei, þú drífur þig út að ganga.

Þú brennir tvöfalt fleiri kaloríum og fyllir lungun af fersku lofti í leiðinni, plús, það er nú skemmtilegra að horfa í kringum sig úti við heldur en inni á einhverri líkamræktarstöðinni.

 

Til að virkja þig enn frekar á göngunni þá eru hér nokkrar góðar tillögur til að gera gönguna aðeins erfiðari og skemmtilegri.

 

Ökkla lóð

Að ganga með ökkla lóð bætir á þyngd skrefanna og þú finnur brunann í vöðvunum mun fyrr en ella. Þetta er frábær leið til að styrkja rass og læri.

Bakpokinn

Notaðu góðan bakpoka. Ekki hafa hann allt of þungan og mundu að festa hann vel að framan líka. Með auka þyngd á bakinu ertu að brenna og brenna kaloríum. Með auka þyngd á ökklum og baki þá er flott ef þú bætir við æfingum fyrir handleggina. (sjá neðar).

Hlaupa og ganga

Ef þú skiptir niður í hlaup og göngu þá ertu að brenna fleiri kaloríum en með því bara að ganga. Vöðvarnir og hjartað lagar sig að þessum hraða og gangan/hlaupin verður flott æfing fyrir líkamann.

Breyttu hraðanum

Að breyta þeim hraða sem þú gengur á brennir fleiri kaloríum en ef þú ert ávallt á sama hraða. Þú getur byrjað hægt en farið svo upp í kraftgöngu.

Handlóð

Að nota handlóð á göngu styrkir handleggina og axlir og jafnframt brennir kaloríum. Haltu á lóðunum með olboga beygða og sveiflaðu handleggjum fram og aftur á göngunni.

Sippubandið

Settu sippuband í vasann áður en þú ferð út að ganga. Á einhverjum tímapunkti á göngunni þá skaltu stoppa og sippa í nokkrar mínútur. Þetta fær hjartað vel af stað og brennslan ríkur í gang.

Allir út að ganga!