Fara í efni

Gasmengun á vestanverðu landinu

VIÐVÖRUN!!
Gasmengun á vestanverðu landinu

Búist er við gasmengun á vestanverðu landinu í dag og gætu loftgæði orðið slæm. Veðurstofa Íslands spáir því að gasmengun sem er yfir landinu fari að berst til vesturs eftir hádegi, ásamt gasi sem kemur frá gosstöðvunum í dag.

Þegar líði á daginn verði austanvert landið að mestu laust við gasmengun. Á morgun er spáð meiri vindi sem ætti að blása því gasi burt sem hefur setið yfir landinu. Gasmengunar verður þó áfram vart, vegna nýs gass frá eldstöðinni í Holuhrauni. Það berst líklega yfir norðvestanvert og suðvestanvert landið -  frá Skagafirði, að norðanverðum Vestfjörðum og suður að höfuðborgarsvæðinu. 

Meira hér: