Fara í efni

Getur verið að einföld blóðprufa gæti greint þunglyndi?

Læknar gætu notað blóðprufuna til að spá fyrir um svörunarhæfni sjúklings til meðferðar.
Þunglyndi er ekkert grín
Þunglyndi er ekkert grín

Læknar gætu notað blóðprufuna til að spá fyrir um svörunarhæfni sjúklings til meðferðar.

Þar til núna hafa læknar eingöngu treyst á það sem sjúklingar segja um sína líðan og þeirra lýsinga til að greina þunglyndi. En ný blóðprufa gæti verið betra verkfærið í að greina þunglyndi á fljótan og öruggan hátt.

Dapurleiki, svefnleysi, engin matarlyst og þessi tilfinning vonleysis og orkuleysi eru algengustu lýsingar þeirra sem þjást af þunglyndi. Ansi oft tengja sjúklingar þessi einkenni ekki til undirliggjandi merkis um þunglyndi.

Þetta nýja próf á blóði gæti flýtt fyrir greiningu þunglyndis og hjálpað læknum að hjálpa sjúklingum að fá greiningu mun fyrr en ella.

Sagt var frá þessu prófi í nýrri rannsókn er gefin var út í Translational Psychiatry. Prófið sjálft mælir jafnvægi á níu genamengjum í blóðinu.

Eftir að hafa tekið blóð úr yfir 60 manns þá mátti sjá að prófið var um 72 – 80% marktækt.

Sérfræðingar eru spenntir að halda áfram þessum rannsóknum við að greina sjúkdóminn.

Þetta eru tímamót í greiningu á þunglyndi.

Heimild: mnn.com