Fara í efni

Gjörðirnar tala - heimurinn hlustar, orð frá Guðna í rigningunni á mánudegi

Hugleiðing á mánudegi~
Hugleiðing á mánudegi~

Gjörðirnar tala – heimurinn hlustar.

Í framgöngunni birtum við okkur – og þar með þá heimild sem við höfum skammtað okkur eða sannarlega öðlast. Heimildin opinberast í gjörðum okkar og heimurinn hlustar og gerir allt til að styðja beiðni okkar og yfirlýsingar, hvort sem við biðjum um velsæld eða vansæld.

Það er alveg ljóst að við erum ekki hugsanir okkar, skoðanir eða viðhorf. En það sem úr þér verður byggist á því sem þú trúir – því sem þú biður heiminn um í staðhæfingum, gjörðum og athygli, viljandi eða ó-viljandi.