Globeathon, 150 manns tóku þátt
150 manns tóku þátt í fyrsta Globeathon hlaupinu og voru meðal þúsunda annarra sem þátt tóku í 80 þjóðlöndum
Í dag stóð Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans fyrir alþjóðlegu hlaupi, Globeathon, sem haldið var í 80 löndum með það að markmiði að efla vitund, þekkingu og rannsóknir á krabbameini í kvenlíffærum. Þetta er í fyrsta sinn sem hlaupið er haldið en stefnt er að því að halda það árlega og er dagsetningin 14. september 2014 komin á blað.
Sigurvegarar dagsins voru þau:
5 km kvenna Anna Eva Steindórsdóttir 23:26 mín
5 km karla Kristján Helgason 25:03 mín
10 km kvenna Björk Steindórsdóttir 51:45 mín
10 km karla Tómas Þorsteinsson 42:25 mín