Fara í efni

Glútenlaus föstudagspizza

Þessi er ljómandi.is
Pizza frá ljómandi.is
Pizza frá ljómandi.is

Innihald:
1 1/2 dl
bókhveitimjöl eða maísmjöl, teffmjöl, kókoshveiti eða möndlumjöl (ég blandaði tveim tegundum saman 50/50) / 1 dl fjölkornablanda frá LÍF eða önnur fræ / 1 msk psyllium husks / 1 tsk vínsteinslyftiduft / 3 egg / 1 dl möndlumjólk / 2 msk oregano / 1 hvítlauksrif pressað / smá salt



Heimagerð pizzusósa:
2 dl maukaðir tómatar / 1 dl tómatpúrra / 1-2 hvítlauksrif 1-2 tsk oregano

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 220gr.
  2. Blandið saman þurrefnunum.
  3. Hrærið saman eggjunum og mjólkinni og blandið út í. Látið standa í ca. 5 mínútur. Deigið á að vera blautt svo ekki setja meira mjöl út í.
  4. Búið til eina stóra pizzu eða tvær minni og bakið í 5-8 mínútur.
  5. Takið svo pizzuna úr ofninum og smyrjið pizzusósu yfir botninn. Setjið á hana það sem ykkur finnst gott og má fara inn í ofn. Ég notaði sólþurrkaða tómata, rauða papriku og parmesan ost. Örugglega gott að nota sveppi fyrir þá sem finnst þeir góðir.
  6. Setjið pizzuna aftur inn í ofninn í 10-15 mín.
  7. Þegar pizzan kom úr ofninum setti ég rauðlauk, rucola, avocado og aðeins meiri parmesan ofaná. Svo fullt af hvítlauksolíu. Algjört must.

Passið bara að ef þið notið kókoshveiti þá þarf kannski aðeins meiri vökva í uppskriftina. Hér er líka frábært að nota rauðrófuhummus með. 

Eigið dásamlegan dag.

Uppskrift og myndir: Valdís Sigurgeirsdóttir, www.ljomandi.is
Ef þú vilt hafa samband við mig er netfangið mitt: valdis@ljomandi.is