Djúsí ostasamloka
Djúsí ostasamloka.
Aðferð að "brauði"
Sjóða blómkálshrísgrjón.
Mér finnst best að skera niður blómkál...taka stönglana frá.
Bara nota blómin ...hitt getur farið í snakk eða sósur :)
Þegar búin að skera niður blómin ...setja í matvinnsluvél og mér finnst gott að telja upp á 11 meðan að vélin vinnur blómin í grjón.
Volla þá er að láta þetta í pott með sjóðandi saltvatni...bara lítið af vatni þarf ekki einu sinni að flæða yfir grjónin.
Og bara í svona 30 sec og hræra vel á meðan.
Þá setja grjónin yfir í sigti.
Til þess að ná að gera svona blómkálsbrauð þarf allllllllt vatn að fara úr grjónunum :)
Uppskrift að tveimum sneiðum.
3dl. blómkálsgrjón
1/2 dl. rifin parmesan ostur
1 egg
Salt og pipar...eða krydd eftir smekk.
Gott að nota ítalska pasta kryddið frá Pottagöldrum eða annað pizza krydd ef nota á þetta sé pizza botn.
Þegar að grjónin eru tilbúin og búið að ná hverjum einasta dropa af vatni af þeim.
Gott að nota síurnar sem seldar eru í Ljósinu.
Eða bara nota hreint viskastykki og kreista allt vatnið úr.
Þá bara blanda öllu saman :)
Hræra vel.
Og móta á ofn plötu með bökunarpappír undir "brauðsneiðar"
Baka í ofni á 200gráðum þangað til þær eru orðnar gyltar.
Þá taka út úr ofninun.
Vera búin að hita góða pönnu.
Skella sneiðunum á pönnuna ost og meðlæti á hvora sneið.
Síðan flippa þeim saman og njóta.
Þetta er mjög gott.