Greip ávöxturinn er einstakur – hvað veist þú um greip ávöxtinn?
Greip ávöxturinn er einstakur ávöxtur sem hefur afar öfluga mótstöðu gegn vírusum og bakteríum.
Greip ávöxturinn er hlaðinn C-vítamíni og bioflavonoids sem styrkja ónæmiskerfið, geta hægt á ótímabærri öldrun, sjúkdómum og fleiru.
Greip ávöxturinn er þekktur fyrir að lækka hita, er góður við þreytu, meltingatruflunum, svefnleysi, sykursýki, þyngartapi, flensu, malaríu, þvagfærasýkingum, harðlífi og fleiru.
Það halda margir að greip ávöxturinn sé jafn súr í maga og sítrónur en hann hefur hins vegar akkúrat öfug áhrif þegar hans er neytt.
Í ferskum greip ávexti eru þrjú sérstök efni, Salicylic sýra, Naringin og Galacruronic sýra. Salicylic sýran hefur sýnt að hún er okkur verðmæt því hún fjarlægir óæskilegt kalk sem hefur myndast á liðamótum eins og við liðagigt.
Naringin er flavonoid sem er andoxunarefni og það eflir rauðu blóðkornin.
Það er gott að byrja daginn á að skella greip ávöxtum í djúsvélina og fá ferskan djús að drekka. Gott er að bæta smá vatni saman við hann. En það er smekksatriði.