Fara í efni

Grilluð svínalund­ með bláberja chutney

Svínalundir eru svolítið vanmetinn matur og það þarf að breytast.
Gott er að bera fram með salati með sinnepsósu
Gott er að bera fram með salati með sinnepsósu

Svínalundir eru svolítið vanmetinn matur og það þarf að breytast.  

Hér er einn réttur sem fær bragðlaukana til að dansa.

 

Innihald: 

1 tsk kúmenfræ
500 g bláber
200 g rauð vínber, skorin til helminga
1 msk rifið engifer
1 stk skalottlaukur, saxaður
120 ml vatn
salt og nýmalaður pipar
2 tsk rauðvínsedik
700 g svínalund
 

Aðferð:

Þurrristið kúmenfræin í meðal­heitum potti.
Setjið bláber, vínber, engifer, skalottlauk og vatn í pottinn og hitið að suðu.
Lækkið hitann og látið malla í 20–25 mínútur eða þar til berin eru orðin að mauki.
Gætið þess að hræra í þeim öðru hverju.
Bætið 1 tsk af ediki út í og kryddið með salti og pipar.
Grillið lundina á meðalheitu grilli í 10–15 mín. á hvorri hlið.
Kjötið á að ná 70° kjarnhita ef notaður er kjarnhitamælir.

Kryddið kjötið með salti og pipar og pakkið því inn í álpappír og látið standa í 10 mínútur áður en það er skorið. 

Gott er að bera fram með fersku salati með sinnepssósu.

Njótið vel!