Fara í efni

Há-kolvetna mataræði! :) Matreiðslunámskeið með “næringarfræðslu-tvisti!”

Salt Eldhús býður upp á frábært matreiðslunámskeið með “næringarfræðslu-tvisti”! :) Með þessari færslu langar okkur til að kynna frábært matreiðslunámskeið sem Salt Eldhús er að bjóða upp á. Á námskeiðinu mun Salt Eldhús, í samstarfi við íþróttaiðkandann, næringarfræðinginn og ráðgjafann Steinar B. Aðalbjörnsson, bjóða uppá næringarfræðslu og matreiðslunámskeið í einum og sama pakkanum.
Há-kolvetna mataræði! :) Matreiðslunámskeið með “næringarfræðslu-tvisti!”

Salt Eldhús býður upp á frábært matreiðslunámskeið með “næringarfræðslu-tvisti”! :)

Með þessari færslu langar okkur til að kynna frábært matreiðslunámskeið sem Salt Eldhús er að bjóða upp á. Á námskeiðinu mun Salt Eldhús, í samstarfi við íþróttaiðkandann, næringarfræðinginn og ráðgjafann Steinar B. Aðalbjörnsson, bjóða uppá næringarfræðslu og matreiðslunámskeið í einum og sama pakkanum.

Þátttakendur munu elda nokkrar mismunandi útgáfur af pasta og núðluréttum undir stjórn Auðar Agnar Árnadóttur, eiganda Salt Eldhúss og þegar sest verður niður til að njóta afrakstursins mun Steinar taka við og leiða nemendur í allan sannleikan um æskilega næringu og hleðslu fyrir og á meðan æfingu og keppni stendur og endurheimt orku eftir átök.

Hvort sem þú ert hlaupari, hjólreiðamaður, fótboltakappi eða sundkappi eða leggur stund á aðrar íþróttir þá á þetta námskeið erindi við þig.

Eins er vinsælt að hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar taki sig saman og skrái sig á námskeiðið.

Innifalið: allt hráefni, kennsla, þjónusta uppvaskara, vínglas með matnum, uppskrifta og fræðslumappa til að taka með heim og afnot af svuntu.
Kennarar: Steinar B. Aðalbjörnsson og Auður Ögn Árnadóttir
Lengd: 4-5 klst.

Næstu námskeið verða haldin þriðjudaginn 10. september og þriðjudaginn 17. september.

Kynntu þér málið á www.salteldhus.is. Hikaðu ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar.

Myndir frá fyrri námskeiðum má finna hér: https://www.facebook.com/SwooshR/media_set?set=a.10201311435761223.1032664620&type=3

P.s. þátttakendur á námskeiðinu fá einnig afhentan afsláttarmiða sem veitir 10% afslátt á hlaupastílsnámskeið og einnig 10% afslátt hjá eftirtöldum aðilum: Adidas, GÁP og Oakley.