Hefur þú kynnt þér Heilsuborg ?
Í Heilsuborg býðst heildstæð þjónusta margra fagaðila á heilbrigðissviði sem saman vinna markvisst að því að bæta heilsu og líðan hvers einstaklings sem til okkar leitar.
Þjónusta Heilsuborgar kemur fram með nýjar áherslur á sviði heilbrigðisþjónustu og líkamsræktar og er ætlað að vera viðbót við núverandi þjónustu heilbrigðiskerfisins á sviði forvarna, meðferðar og endurhæfingar.
Hornsteinar Heilsuborgar eru:
- Regluleg hreyfing
- Góð næring
- Jafnvægi í andlegri líðan
- Góður svefn
Í Heilsuborg gefst kostur á að fá mat á heilsu og áhættuþáttum, viðeigandi meðferð og ráðgjöf ásamt stuðningi við að ná sínum markmiðum. Náið samstarf verður haft við meðferðaraðila sjúklinga utan Heilsuborgar. Einnig gefst kostur á hefðbundinni þjónustu fagaðila og líkamsræktar án þess að taka þátt í samsettri þjónustu Heilsuborgar.
Þjónustan verður öllum opin og hentar bæði hraustum einstaklingum sem vilja huga vel að heilsu sinni og fyrirbyggja heilsubrest og þeim sem eru komnir með sjúkdóm á einhverju stigi eða glíma við afleiðingar slysa og vilja ná betri árangri í meðferð og fyrirbyggja frekari mein.
Heilsuborg leggur áherslu á forvarnir, ráðgjöf og meðferð við:
• Stoðkerfismeinum
• Offitu
• Streitu og svefntruflunum
Í Heilsuborg starfa hjúkrunarfræðingar, læknar, næringarfræðingar, sálfræðingar, sjúkraþjálfarar auk íþróttafræðinga og einkaþjálfara.
Námskeið og fræðsla er stór þáttur í þjónustu Heilsuborgar.
Markmið Heilsuborgar
Veita víðtæka og trausta heilbrigðisþjónustu með áherslu á forvarnir og heilsueflingu ásamt meðferð og endurhæfingu við langvinnum lífstílstengdum sjúkdómum. Að skapa hægkvæma og hentuga umgjörð fyrir fagaðila til að veita framúrskarandi þjónustu.
Gildi Heilsuborgar
Árangur: Heilsuborg leitast við að hjálpa hverjum skjólstæðingi að ná árangri í bættri heilsu. Starfsfólk Heilsuborgar leggur metnað sinn í að veita framúrskarandi þjónusta sem stuðlar að árangri öllum til handa. Heilsuborg vinnur markvisst að því að auka skilvirkni og skapa vettvang sem auðveldar hverjum fagaðila að ná árangri í sínu starfi.
Lífsgleði: Markmiðið með góðri heilsu er að geta notið lífsins. Góð heilsa og gleði í hjarta er hverjum manni mikilvæg. Áhersla er einnig lögð á vellíðan og starfsgleði hvers starfsmanns Heilsuborgar.
Heilbrigði: Heilsuborg vill auðvelda hverjum einstaklingi að öðlast og viðhalda góðri heilsu. Áhersla er lögð á að beita markvissum forvörnum til að fyrirbyggja heilsubrest, finna lausnir á heilsuvanda sem upp kemur og leiða hvern einstakling áfram á braut sinni til betri heilsu. Leitast er við að skapa starfsumhverfi sem auðveldar starfsfólk Heilsuborgar og samstarfsaðilum að lifa heilbrigðu lífi.
Fagmennska: Heilsuborg veitir trausta faglega þjónustu. Með markvissu gæðaeftirlit verður tryggt að þjónustan verður ætíð í samræmi við viðurkennda innlenda sem alþjóðlega staðla um gæði og siðferði. Persónuverndar og trúnaðar verður ávalt gætt við öflun upplýsinga, miðlun þeirra og varðveislu.
Samvinna: Þjónusta Heilsuborgar byggir á þverfaglegri samvinnu þeirra fagaðila sem tengjast meðferð viðkomandi einstaklings. Heilsuborg skapar umhverfi sem stuðlar að markvissri samvinnu þar sem áhersla er lögð á jákvæðan samstarfsanda.
Fengið af síðu heilsuborg.is