Hann Heiðar Jónsson þekkja flestir íslendingar, hann gaf sér smá tíma í spjall þrátt fyrir að vera staddur í Bandaríkjunum
Hann Heiðar heitir fullu nafni Jóhann Heiðar Jónsson. Þegar ég náði tali af honum þá var hann staddur í Holly Springs í Suður Karólínu í heimsókn hjá eldri dóttir sinni henni Siggu og hennar manni til nærri 18 ára og afa stelpunni sinni henni Tori en hún er að verða 15 ára.
“ Ég er sem sagt að taka forskot á sumarið hérna í Holly Springs með þeim fyrirvara að þetta sumar á Íslandi verði eins leiðinlegt og sumarið í fyrra. En vonandi verður það samt sólríkt og bjart og hjálpar okkur að vera betur undir næsta vetur búinn en þann síðasta”
“Þegar ég kem heim er svo biðlisti af fyrirlestrum, heimahúsuppákomum, kynningum fyrir L’oreal og Oroblu og knúsa afastrákinn minn og hin börnin mín tvö. Ég fer strax í gönguæfingar fyrir Fitness Módel keppnina sem fer fram á næstunni...ég er sem sagt að leiðbeina keppendum..ekki að taka þátt sjálfur .. haha”.
Hvernig hagar þú þínum morgnum ?
Morgnarnir eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Stundum vakna ég fyrir kl, 04.00 og fer og kynni Oroblu í Fríhöfninni. Eða ég hafi komið heim um kl. 02.00 eftir fyrirlestur úti á landi. Ef ég á frí, er tiltekt og pressun í gangi og um leið opið fyrir Gufuna eða einhverja erlenda fréttastöð. Semsagt engin morgun eins og vaknað á mismunandi tímum. Ef ég er rosalega heppinn er það svo sundferð með sonarsyni og syni.
Syngur þú í baði?
Nei! Karlinn er bara með sturtu og væri kannske duglegri að syngja, ef ég væri með baðkar.
Ef þú þyrftir að velja eitthvað fernt sem þú mættir bara borða til æviloka, hvað myndiru velja?
Life Smart megrunarsúkkuklaði og shake frá þeim á eftir, Kjúkling og ávexti.
Ertu duglegur í hollustunni?
Já, það held ég. Stevia er eina sætuefnið. Lýsi og Omega 3 alla morgna. Á aldrei gosdrykki heima. Kaupi sjaldan brauðmeti og borða mikið af ávöxtum. Ekki nógu duglegur við grænmeti, nema helst spínat.
Hvað gerir þú til að halda þér í formi?
Er með æfingabolta heima og geri bak og magaæfingar, fer í labbitúra og syndi. Svo vinn ég heilmikla sveitavinnu á ættaróðalinu, á sumrin.
Hvaða ráðleggingu myndir þú gefa manneskju sem er að berjast við þunglyndi?
Reyni að fá fólk til að opna sig og hugsa lengra aftur í tíma. Finnst þegar fólk þjáist af þunglyndi, sé það oft að setja það í samband við nýja atburði, en gleymir að það er oft svo margt gamalt og gleymt, sem samt angrar. Segi svo einhverjar Pollýönnusögur. Hún Pollyanna er búin að bjarga mörgum.
Rétt hentur eða örvhentur?
Rétthentur en alltaf í vandræðum með hvað er til hægri og hvað er til vinstri. Heilsa oft með handabandi, í huganum.
Besta lag allra tíma?
Óperuaríurnar hans Verdi, Donizietti og Puccini, eins og Libiamo Celesta Aida, Sulla Tomba og Nessum Dorma.
Ertu duglegur í heimilisstörfunm?
Nei, ekkert sérstaklega. Ég bý einn og þau eru þarna bara fyrir mig og engan annann.
Ef þú værir beðinn um að gefa gott ráð til hóps af fólki, hvert væri þitt ráð?
Það er nú bara svo stór hluti af minni vinnu. Er með allavega 25 klst. fyrirlestrarefni, sem er bara um að lifa lífinu betur.