Heilaleikfimi
Leikfimi er alltaf mjög góð fyrir heilsuna og hún er enn mikilvægari fyrir líkamann á efri árum.
Leikfimi er alltaf mjög góð fyrir heilsuna og hún er enn mikilvægari fyrir líkamann á efri árum.
Það að hreyfa sig reglulega t.d með því að fara í göngutúra, leikfimi, synda, fara á dansæfingar eða stunda jóga, Pilates eða Tai-Chi, er nauðsynlegt til að okkur líði betur bæði líkamlega og andlega.
En við þurfum ekki aðeins að æfa líkamann heldur líka minnið, því þegar við eldumst þá valda líffræðilegir þættir í heila okkar því að geta okkar til að hugsa þverr, og við verðum aðeins gleymnari en áður. Skv. kenningum um þennan þátt getum við sjálf haft áhrif á minnið og hugsunina með því að æfa heilann, s.s. stunda heilaleikfimi eins og það er stundum kallað (www.Human memory net).
Heilaleikfimi er því mikilvæg þegar við eldumst og öllum hollt og gott að reyna á sig með því að læra eitthvað nýtt . . . LESA MEIRA