Viltu bæta minnið og virkja heilann betur?
Hér er það sem verið er að tala um í dag þegar kemur að góðu minni og virkri heilastarfsemi.
Finnst þér stundum að heilinn sé ekki að virka sem skildi?
Einfaldar leiðir eins og að borða bláber getur bætt minnið og heilastarfsemi til muna.
Þú sefur, þú sigrar
Ertu að fara á fund í fyrramálið og þarft að halda kynningu? Ef þú sefur vel nóttina áður munt þú græða helling á því, ekki vaka frameftir til að æfa þig og lesa yfir. Gerðu það heldur snemma að kvöldi og svo snemma í rúmið að sofa. Vísindamenn eru ekki alveg vissir um hvers vegna þetta er, en góður nætursvefn getur verið að hjálpa heilanum að skipuleggja upplýsingar þannig að þú munir þær betur þegar þú vaknar.
Nartaðu í hnetur
Flest allar tegundir af hnetum eru fullar af magnesíum og er þetta steinefni tengt skammtíma og langtíma minni. Lófafylli af möndlum eða kasjúhnetum er um 25% af daglegri þörf. Samkvæmt rannsókn frá MIT og Tsinghua University í Peking virðist magnesíum mynda nýjar tengingar milli heilafruma.
Eldaðu eins og ítali
Við erum ekki að tala um pizzu, heldur fisk og grænmeti sem er baðað er í ólífuolíu, örlítið af kjöti og auðvitað léttvín. Þegar við eldumst þá fer heilinn að mynda skemmdir sem geta leitt til þess að við munum ekki alla hluti og erum fljót að gleyma. Rannsóknir hafa sýnt að miðjarðarhafsmataræðið er 36% minna líklegt til að orsaka þessar skemmdir.
Vertu blá-ber
Bláber eru heilafóður. Rannsók í the Journal of Agricultural and Food Chemistry segir að bláberin séu svo rík af anthoncyanins en það er andoxunarefnið sem að gerir berið blátt og í þessu efni má finna tauga til tauga samskipti í heila. Bláber tengja heilann og efla minnið. Fáðu þér lúkufylli á hverjum degi eða jafnvel meira.
Slakaðu á til að muna betur
Allur asinn og erillinn sem hið daglega líf er getur gert okkur afar stressuð og kvíðin og heilinn neitar að taka við nýjum upplýsingum þegar við erum í þessu ásigkomulagi. Mælt er með góðum göngutúrum eða jóga a.m.k þrisvar í viku til að róa hugann.
Spilaðu Scrabble
Að æfa orðaforðann er afar gott fyrir heilann. Einnig er gott að gera krossgátur og annað svipað sem krefst þess að þú setjist niður og einbeitir þér að því. Einnig er mælt með því að lesa reglulega, hafðu góða bók á náttborðinu og gríptu í fyrir svefn.
Heimildir: health.com