Heilsugeirinn skrifar . . . Þú ert EKKI það sem þú borðar!
Maturinn, þú og þín sjálfsmynd.
Heilsugúrúar og kúrabækur nútímans segja þér að þú sért það sem þú borðar, en það ertu ekki! Þú ert svo MIKLU, MIKLU MEIRA og annað en það!
Ekki samsvara þig matnum þínum, þetta er nú bara matur en þú ert MAÐUR (konur er líka menn). Borðaðu mat sem veitir þér næringu, ánægju og brýtur ekki gegn þinni siðferðisvitund.
Af þessu þrennu hafðu þá sérstaklega í huga að gæta að næringu matarins. Það er orðið alveg galið í dag, hvað vinsælir kúrar og mataræði gleyma mikilvægi þess að fá næga og rétta næringu. Allar umræður snúast um að sniðganga ákveðnar matvörur og þér er talið trú um það að þú verðir að útiloka stóran part matvara til að vera heilbrigður. En þetta er svo kolrangt...því hollt mataræði snýst fyrst og fremst um að tryggja líkama okkar nauðsynleg næringarefni (prótein, kolvetni, fitu, vítamín, steinefni, andoxunarefni, o.fl.) úr fjölbreyttu mataræði sem forvörn gegn sjúkdómum, til þess að líkami okkar geti starfað eðlílega og við séum heilbrigð á líkama og sál.
Ef að þú ert með lélega sjálfsmynd...gerðu það fyrir mig (þó aðallega þig :) að byggja hana upp með öðru en að fara á strangan kúr og borða mat sem er þér framandi og útiloka stóran part af „hefðubundnu fæði“. Strangur og leiðinlegur kúr mun bara gera sjálfsmyndina verri, gefðu öllum kúrum puttann, horðu inn á við, ræktaðu sjálfan þig, borðaðu fjölbreyttan mat og vertu fyrirmynd annrarra í heilbrigði. Hver veit nema að þú gætir haft mikil áhrif á líf og líferni annarra manneskja í kringum þig... í stað þess að eyða lífinu á kúrum og með þá hugmynd að þú sért maturinn þinn.
Ath. þessi færsla er innblásin af danska vini mínum Per Brændgaard.
Höfundur færslu er Geir Gunnar - kíktu á Facebook síðu HEILSUGEIRANS