Heilsumat – þarft þú að fara að gera eitthvað í þínum málum?
Heilsumat er hægt að velja eitt og sér eða með annarri þjónustu Heilsuborgar.
Heilsumat er góð byrjun þegar einstaklingar hyggjast breyta um lífsstíl en vita ekki hvar eða hvernig er best að byrja. Viðkomandi fyllir út spurningarlista rétt fyrir tímann og í framhaldinu er veitt vönduð ráðgjöf hjúkrunar- eða næringarfræðings um heilsufar, hreyfingu og næringu.
Innifalin er mæling í líkamsgreiningartæki, mældur er blóðþrýstingur sem og fleiri mælingar.
Mæling í líkamsgreiningartæki
Mælingar á þyngd og samsetningu líkamans eru gerðar með viðnámsmæli.* Mælt er fitumagn og vöðvamagn líkamans sem og grunnorkuþörf hvers og eins. Ef ætlunin er að gera samanburð á mælingum á mismunandi tímabilum er æskilegt að mælingarnar séu gerðar við svipaðar aðstæður og á sama tíma dags. *Viðnámsmælirinn er af gerðinni TANITA body compositional analyzer BC-418MA
Verð kr. 7.900,-
Pantið tíma í síma 560 1010
Heilsuborg.is