Hérna eru skemmtilegar staðreyndir um brjóst og brjóstahaldara
Hérna er slatti af undarlegum og sniðugum staðreyndum um “stelpurnar” þínar.
Konur í dag segja að þær noti bjóstahaldara í stærðinni 34DD, samkvæmt upplýsingum frá nærfataframleiðendum. En það er stækkun frá 34B sem var algengust fyrir 20 árum.
Um 85% af konum eru í rangri stærð af brjóstahaldara. Endilega fáðu sérfræðing til að mæla þig næst þegar þú ferð að versla þér haldara.
70% af konum eru óánægðar með brjóstin á sér. Flestir karlmenn kvarta samt ekki yfir brjóstum kvenna. Prufaðu að fá þér kynæsandi undirfatnað og gáðu hvort það breyti áliti þínu á þínum brjóstum.
82% af konum segja að þær æsist kynferðislega þegar brjóstin á þeim eru snert, eða fái mikla athygli í rúminu. Enda eiga auðvitað brjóst að vera hluti af kynlífinu.
Einn af hverjum þremur maraþon hlaupurum finnur fyrir eymslum í brjóstum samkvæmt könnun sem gerð var í Bretlandi.
Málið er nefnilega að þegar þú hleypur að þá hlaupa brjóstin líka, mikill hristingur og núningur er ekki góður. Ef þú ert hlaupari, fáðu þér þá sérstakan stuðningshaldara til að passa upp á gersemarnar.
Í Guinnes heimsmetabókinni þá voru veitt verðlaun fyrir stærstu náttúrulegu brjóstin árið 1999. En það var kona sem mældist 177 cm í brjóstmál.
Staðreynd: annað brjóstið er venjulega um fimmta hluta af skálastærð stærra en hitt. En þetta segir í bókinni Breasts: A Natural and Unnatural History by Florence Williams.
Brjóstastækkun er vinsælasta lýtaaðgerðin sem gerð er í heiminum. Árið 2011 voru 286,000 aðgerðir framkvæmdar í Bandaríkjunum.
Árið 1914 fékk Mary Phelps Jacob einkaleyfið á “backless brassiere” en Ida Rosenthal og hennar eiginmaður William stofnuðu Maidenform árið 1920 og hönnuðu brjóstahaldarann eins og við þekkjum hann í dag ásamt stærðum og skálastærðum.
Heimild: womenshealthmag.com