Hjartað skynjar fyrst - hugleiðing Guðna á laugardegi
Hjartað skynjar fyrst og fremst
Leið skynjunarinnar er alltaf þessi: Hjartað skynjar fyrst; skynjar orkuna og tíðnina.
Svo nema skynfærin veraldlegar upplýsingar með augum, munni, eyrum og húð – hjartað sendir þessar upplýsingar upp í heila sem tekur til við að dreifa þeim um líkamann.
Með því að fara inn í fulla ábyrgð og fulla fyrirgefningu dregur úr skarkala hugans og það opnast fyrir rásir hjartans.