Hlaup og Bikram Yoga (hot yoga)
Ég vil deila með lesendum grein sem ég rakst á um daginn í yoga blaði og fjallar um hlaup og yoga. Greinin er skrifuð af hlauparanum Olgu Allon fyrir bandaríska yoga tímaritið OM Yoga (OMmagazine.com) og birtist í nýjustu útgáfu blaðsins fyrir júlí/ágúst 2013. Hér skal með vart fara af því að tegundin af yoga sem fjallað er um í greininni er með höfundarétt og kallast Bikram yoga. Bikram yoga er ein tegund yoga, kennt við ákveðið hitastig eða 40°C í 90 mínútur í senn. Valdar eru 26 yoga stöður ásamt 2 öndunaræfingum sem kennd er á ákveðinn hátt en hver æfing er endurtekin og gerð í ákveðinn tíma. Greinin á því ekki við um hvaða "hot yoga" sem er.
Greinin ber heitið: HEAD START - Getting runners in the zone - sem þýða mætti FORSKOT - að ná "viðverustiginu" í hlaupi.
Olga Allon segir frá: "Ég hef alltaf elskað að hlaupa og ég finn mikinn mun á hlaupaþjálfun minni eftir að ég kynntist Bikram yoga. Bikram yoga hefur ekki einungis hjálpað mér að byggja upp þol og líkamlegt form heldur hefur það einnig hjálpað mér við að ástandsmeta og leiðrétta hvern einasta hluta líkamans.”
“Algengt vandamál hlaupara er að gefa sér ekki nægan tíma fyrir teygjur og fyrir svona krefjandi íþrótt eins og hlaup er bara ekki nóg að teygja stutt eftir æfingar. Mikil hlaup geta tekið sinn toll af hnjám og baki, sér í lagi mjóbaki, og ég get ekki sagt það nógu oft hversu mikilvægt það er að koma sér upp venjum fyrir lengri og vandaðari teygjurútínu inni í daglega hlaupaþjálfun.”
“Í Hot Bikram Yoga stöðvunum fáum við marga hlaupara sem sumir hverjir keppa á allra hæstu stigum í hlaupum og eru þeir sannfærðir um að regluleg æfing í Bikram yoga hjálpar til við að byggja þá upp eftir meiðsl og ekki síður að halda þeim meiðsla- lausum. Í Bikram joga virka stöðurnar (æfingarnar) eins og mansetta eða á þann hátt að beiting líkamans minnkar til skamms tíma blóðflæði til ákveðinna vöðva eða líffæra á meðan unnið er í þeim og þegar staðan er losuð (eftir um það bil 20-30 sekúndur) flæðir súrefnisríkt blóð aftur öflugt til þessara svæða og nærir og endurnýjar þá á árangursríkan hátt.”
“Í standandi stöðunum eru fjórar stöður sem vinna hver fyrir sig á mismunandi hlutum hryggsins og eiga þær vel við þá sem eru hrifnir af krefjandi íþróttum og þær hjálpa til við að byggja upp vöðvamassann sem umlykur hrygginn og verndar hrygginn til frambúðar.”
“Annar ágóði sem hot yoga (Bikram útgáfa) veitir þér er huglægi styrkurinn. Hlauparar, sérstaklega þeir sem æfa langhlaup, þekkja mikilvægi þess að halda góðum takt eða tempói. Öndunaræfingar sem gerðar eru í Bikram yoga tíma hjálpa ekki aðeins við að þenja öndunarveginn, heldur einnig við að halda hjartslætti góðum, róa hugann og halda einbeitingu undir miklu álagi”
“Það er af þessum ástæðum sem svo mörgum íþróttamönnum hefur fundist ástundun Bikram yoga svo hjálpleg. Ég hleyp sjálf reglulega í vegalengdum frá 10 km og upp í hálft maraþon og ef ég einblíni á öndunina næ ég að róa hugann, egóið mitt hverfur og áður en ég veit af er ég komin að enda hlaupsins. Þetta er ákveðin hugleiðsla þar sem ég nota öndunina til að tengja hug minn og líkama. Það er einmitt á þeim tíma sem líkaminn minn stendur sig best.”
“Margir kalla þetta “að ná viðveru stiginu“ (being in the zone) og þetta er það sem ungverski sálfræðingurinn Csíkszentmihályi kallar flæði: að vera fullkomlega einbeittur á æfinguna sjálfa og að draga sjálfið og eigin tilfinningar út úr rammanum.”
"Ég segi fyrir sjálfa mig að það að hlaupið komi náttúrulega hjá mér núna er allt Bikram tímunum að þakka."
Head Start – Getting runners in the zone
Höfundur: Olga Allon, OMYOGA & lifestyle, júlí/ágúst 2013, bls. 37
Þýðing og staðfærsla: Jóhanna Karlsdóttir eigandi Hot Yoga ehf og hot yoga leiðbeinandi í Sporthúsinu, Kópavogi.