Fara í efni

Hnetufingur með súkkulaði

Jæja, nú er aldeilis komin tími á að pósta hér nýrri uppskrift. Ég hef ekki verið dugleg að setja inn nýjar uppskriftir undanfarið því ég hef verið upptekin í öðrum skemmtilegum verkefnum og því miður eru bara 24 tímar í sólarhringnum.
Hnetufingur með súkkulaði

Jæja, nú er aldeilis komin tími á að pósta hér nýrri uppskrift.  Ég hef ekki verið dugleg að setja inn nýjar uppskriftir undanfarið því ég hef verið upptekin í öðrum skemmtilegum verkefnum og því miður eru bara 24 tímar í sólarhringnum.

Ég er mjög spennt að segja ykkur frá einu af þessu verkefni en það er ný rafbók sem er aaaaaaaalveg að verða tilbúin. Mun láta ykkur vita á næstu dögum þegar allt er klárt. Þessi bók heitir "uppáhaldsréttir barnanna" og er samansafn af uppáhaldsréttum barnanna minna. En meira um það síðar.

Þessa hnetufingur smakkaði ég fyrst hjá mömmu þegar við skruppum til Akureyrar í mars. Ég segi nú ekki annað en ÞVÍLÍK SNILLD. Það er bæði negull og kanill í uppskriftinni og því kalla börnin á heimilinu þetta piparkökustangir sem kannski lýsir þeim mun betur en hnetufingur.

Uppskriftina fékk ég hjá mömmu en það fylgir uppskriftinni að hún sé fengin úr annarri speltbók Guðrúnar Rögnu en ég er búin að breyta uppskriftinni örlítið.

Hnetufingur með súkkulaði

Hráefni: 

  • 200 g malaðar heslihnetur og valhnetur (ég hef notað möndlumjöl)
  • 50 g strásæta með stevíu (Via Health)
  • 50 g kókospálmasykur
  • 1 1/2 tsk kanill
  • 1 tsk negull
  • 1 tsk egg
  • Dökkt súkkulaði

Aðferð: 

  1. Byrjið á því að mala hnetur eða setja möndlumjölið í skál.
  2. Kanil og negul blandað saman við, síðan sykrinum og að lokum egginu.
  3. Blandið vel saman og hnoðið.
  4. Setjið á bökunarpappír, u.þ.b. 1 cm þykkt.
  5. Skerið í fingurbreiðar lengjur og svo í litla fingur eða litlar stangir.
  6. Bakið 15-20 mín við 150°c.
  7. Stangirnar mega vera örlítið mjúkar því þær verða stökkar þegar þær kólna. Ef þær eru bakaðar of lengi verða þær svolítið harðar þegar þær kólna.
  8. Kælið stangirnar, bræðið súkkulaði og dýfið öðrum endanum ofan í og leggið aftur á bökunarpappírinn.
  9. Kælið og njótið 

Það er óþarfi að setja súkkulaði í hvert skipti því þessar stangir eru mjög góðar bara eins og þær eru.  En það er skemmtilegt að setja súkkulaði spari. 

Aðferð:

Byrjið á því að mala hnetur eða setja möndlumjölið í skál.

Kanil og negul blandað saman við fínt malaðar hneturnar, síðan sykrinum og egginu.

Best að hræra þessu saman með gaffli.

Flatt út á bökunarpappír 1. cm þykkt og skorið í fingurbreiðar lengjur, sem eru svo skornar í litla fingur.

Fært yfir á bökunarplötu með pappír á og bakað í 12-15 mín v/150°C þar til fingurnir verða stökkir.

Leyfið fingrunum að kólna og dýfið öðrum endanum ofan í bráðið súkkulaði.

Uppskrift frá Heilsumömmunni.