Hreyfingaleysi tekur fleiri líf en offituvandamálið
Það þarf bara 20 mínútur á dag til að draga úr hættunni á því að þú deyjir fyrir aldur fram.
Þeir sem vinna í heilsugeiranum hafa verið að vara fólk við árum saman um það að offita leiðir til alvarlegra sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, allt of hás kólestróls og sykursýki. Allt sjúkdómar sem geta endað þitt líf ef ekki er tekið á þeim tímanlega.
En í nýrri rannsókn kemur í ljós að það eru til verri hlutir en að vera í yfirþyngd.
Í þessari rannsókn kom í nefnilega í ljós að þeir sem lifa í hreyfingarleysi eru í tvisvar sinnum meiri hættu á að deyja um aldur fram en þeir sem eru of feitir.
Fyrir þessa rannsókn mat lið vísindamanna læknaskýrslur yfir 335,000 manns, karlmenn og konur sem höfðu skráð sig í rannsókn sem átti að skoða tengsl milli krabbameins og mataræðis. Hæð, þyngd, mittismál og þeirra frásögn um eigin hreyfingu voru rannsökuð ofan í kjölinn í yfir 12 ár. Á þessum 12 árum, létust 21.438 einstaklingar sem höfðu skráð sig í þessa rannsókn.
En það sem að vísindamenn komust að sem tengdi heilsufar og ótímabæran dauða kom þeim verulega á óvart.
Þeir tóku eftir því að fleiri dauðsföll voru tengd hreyfingarleysi en offitu. Og það sem meira er, þeir fundu líka út að manneskja þarf ekki að hreyfa sig í meira en 20 mínútur á dag, t.d með góðri kröftugri göngu. Og þessar 20 mínútur í hreyfingu skipta afar miklu máli viljir þú lifa lengur.
Ulf Ekelund sem er höfundur þessara rannsóknar og sport medicine prófessor við University of Cambride segir að skilaboðin séu afar einföld: Bara 20 mínútna hreyfing á dag getur haft mikil áhrif á þitt heilsufar.
Þannig að ef þú ert sófakartafla – komdu þér á lappir og út að ganga núna.