Hreyfivikan MOVE WEEK er haldinum um alla Evrópu fyrstu vikuna í október - vilt þú vera boðberi?
Hreyfivikan MOVE WEEK sem Ungmennafélag Íslands stendur fyrir á Íslandi er haldin um gjörvalla Evrópu í fyrstu viku októbermánaðar.
Í ár verður vikan haldin dagana 29.september – 5.október. Hreyfivikan „MOVE WEEK“ er hluti af NowWeMOVE herferðinni.
Markmið UMFÍ með Hreyfivikunni „MOVE WEEK“ er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu til heilsubótar. Mikill fjöldi samtaka um allan heim, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt að mörkum við að skipuleggja viðburði, kynna það starf sem þegar er til staðar og smita frá sér jákvætt hugarfar tengt hreyfingu í Hreyfivikunni. Á Íslandi eru fjölmargir aðilar að skipuleggja spennandi viðburði sem allir geta tekið þátt í og sótt.
NowWeMove herferðin er skipulögð af ISCA í samstarfi við Evrópu samtök hjólreiðamanna (ECF) og yfir 250 frjálsfélagasamtök um alla Evrópu.
Við í UMFÍ viljum fjölga þeim sem hreyfa sig reglulega sér til heilsubótar og því eru boðberarnir okkur mjög mikilvægir. Boðberar hreyfingar í Hreyfivikunni - MOVE WEEK eru því stjörnur vikunnar, boðberarnir láta hlutina gerast og standa fyrir viðburðum um allt land.
En hverjir eru þessi boðberar ! Þú getur verið einn af boðberum hreyfingar í HREYFIVIKUNNI – MOVE WEEK. Það geta allir verið boðberar og staðið fyrir viðburði í sínu samfélagi, skráð skokkhópinn sinn til leiks og boðið nýjum meðlimum með. Gönguhópar geta staðið fyrir léttri göngu um bæjarfélagið.
Sambandsaðilar UMFÍ og heilu bæjarfélögin eru með metnaðarfulla dagskrá í HREYFIVIKUNNI. Herferðin er líka hugsuð þannig að við vinnum saman – samfélagið í heild og virkjum alla til að gefa af sér í HREYFIVIKUNN.
Margt smátt gerir eitt stórt. Boðberarnir eru sjálfboðaliðar og eru mikilvægir – en ekki taka þá sem sjálfsagðan hlut – virkið kosti hvers annars og með þeim hætti ná allir að njóta sín og smita af sér í HREYFIVIKUNNI MOVE WEEK.
HÉR má skoða heimasíðu Move Week þar getur þú skráð þig sem boðberi.
Og HÉR má skoða Facebook síðu Move Week.