HRÖKKBRAUÐ OG RAUÐRÓFUHUMMUS
Uppskriftir dagsins af hrökkbrauði og rauðrófuhummus koma úr smiðju eldhúss Heilsustofnunar NLFÍ.
Hér eru á ferðinni ótrúlega hollar uppskriftir. Hrökkbrauðið er frábært fyrir þá sem eru að reyna að minnka kolvetni því það stútfullt af fræjum sem innihalda mikið af próteinum og fitum.
Rauðrófuhummus er tilvalið meðlæti með hrökkbrauðinu. Rauðrófur er vannýttar í matseld hjá okkur því þær eru ótrúlega næringarríkar af magnesíum, kalíum og A-vítamíni. Einnig er rauðrófan öflug fyrir hjarta- og æðakerfið því hún er rík af nítrati (NO3) sem hefur æðavíkkandi áhrif og getur lækkað blóðþrýsting.
Hrökkbrauð
1 dl. hörfræ
1 dl. sólblómafræ
1 dl. sesamfræ
1 dl. graskersfræ
1 dl. glútenlaust haframjöl
4 dl. bókhveiti
2 tsk. salt
1 dl. ólífuolía
2 dl. vatn
Aðferð:
Allt sett saman í skál og hrært saman með sleif og látið standa í 30 mínútur. Flatt út á sílikonmottu eða bökunarpappír og bakað við 180°C í 20 mínútur.
Rauðrófuhummus
1 bolli kjúklingabaunir eða smjörbaunir
200 g. soðin rauðrófa
1 msk. olífuolía
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. tahini
¼ bolli sítrónuafi
1 tsk. paprika
sjávarsalt
cayennepipar
Aðferð:
Baunirnar eru lagðar í bleyti yfir nótt og soðnar þar til þær eru meyrar (60-90 mín.). Allt er maukað í matvinnsluvél og smakkað til með salti og cayennepipar. Geymist í loftþéttum umbúðum í um viku.
Þessar uppskriftir er að finna í nýrri matreiðslubók Heilsustofnunar.