Hugarfarsbreytingar og heilsan
Er hægt að plata heilann og hugarfar okkar með smá breytingum? Svo segir í nokkrum nýlegum rannsóknum.
Hérna er eitt ráð til að plata hugan.
Þinn kraftur til að telja þér trú um að eitthvað sé gott fyrir þig virkar á ansi margt. Sem dæmi, þá getur þú talið þér trú um að þú þurfir ekkert alltaf að vera að narta í eitthvað óhollt á milli mála, þú getur platað sjálfa þig í ræktina og jafnvel bætt sjónina. Allt með því að trúa því sjálf(ur) að þú getir þetta alveg.
Ertu stöðugt að hugsa um mat?
Í einni rannsókn þá voru þeir sem í henni tóku þátt látnir ímynda sér regnboga og ilm af eucalyptus til þess eins að draga úr þessum stöðugu matarhugsunum.
Viltu koma þér í ræktina?
Ímyndaðu þér að þú sért þegar þar. Taktu þér nokkrar mínútur og fylltu hugann af hugsunum um að þú sért að æfa á fullu og orðin ansi sveitt. Þetta er áhrifaríkt og mjög líklega kemur þér af sófanum og af stað í ræktina.
Vantar þig meira sjálfstraust?
Settu þig í spor rokkstjörnu eða frægs einstaklings. ímyndaðu þér að þú sért að syngja á tónleikum og að það sé fullur salur að klappa fyrir þér. Þetta virkar svo sannarlega á sjálfstraustið og þér finnst þú geta allt sem fyrir þig er lagt.
Sérðu illa?
Taktu smá tíma og fylltu hugan af þeirri hugsun að þú hafir fullkomna sjón. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem gera þetta eins og t.d flugmenn sýndu ótrúlegar breytingar á sinni sjón.
Hver hefði trúað því að það að þykjast gæti verið svona öflugt fyrir heilann!
Fleira áhugavert í þessum dúr má svo lesa HÉR.