Hugleiðing á þriðjudegi frá Guðna lífsráðgjafa
Athygli er ljós sem er ást.
Ábyrgð er að mæta á staðinn og í stundina – að mæta í máttinn og þiggja aftur valdið yfir eigin lífi og líðan. Að mæta í valdið sem er valið, að mæta í máttinn til að velja en ekki bregðast við upp úr forsendum skortdýrsins.
Hvað tekur við eftir þessi fyrstu skref? Tilgangurinn.
Tilgangurinn tekur við.
Hver ákveður tilgang þinn? Það gerir þú. Hvernig? Með því að gefa þér rými og frelsi til að hlusta á hjartað. Tilgangurinn titrar í tíðni hjartans, en hávaðinn í huganum hefur gert það að verkum að við höfum aldrei heyrt almennilega í honum.
Samt vitum við – innst inni. Samt finnum við og höfum alltaf fundið – innst inni – hver tilgangur okkar er. Í þessu felst stærsta höfnunin; að hafa legið eins og ormur á gulli á tilgangi sínum og svikið hjartað um kærleiksríka hlustun.