Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa
Það felst umgjörð í því að umgangast fólk sem hugsar á svipuðum nótum eða hefur að minnsta kosti skilning á þeim breytingum sem þú vinnur að.
Það felst umgjörð í þeirri ákvörðun þinni að taka því ekki persónulega þegar fólk gerir lítið úr viðleitni þinni til að breyta um lífsstíl – að hlusta ekki á úrtöluraddirnar sem munu heyrast.
Hugleiðing dagsins
Það felst umgjörð í því að umgangast fólk sem hugsar á svipuðum nótum eða hefur að minnsta kosti skilning á þeim breytingum sem þú vinnur að.
Það felst umgjörð í þeirri ákvörðun þinni að taka því ekki persónulega þegar fólk gerir lítið úr viðleitni þinni til að breyta um lífsstíl – að hlusta ekki á úrtöluraddirnar sem munu heyrast.
Umgjörðin er þetta og margt fleira. Og það er ekkert mál að búa hana til og viðhalda henni þegar þú hefur tekið ákvörðun – þegar þú hefur heitbundið þig velsældinni.
Við erum stöðugt að tjá okkur, opinbera okkur og segja umhverfinu hversu verðug við erum.
Breytingin snýst um að birtast í nýrri umgjörð út frá nýjum forsendum – að heitbinda sig breyttu viðhorfi til næringar, því að þá kemur heimurinn til hjálpar.
„Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.“ Var þetta það sem átt var við?
Vissulega er vitað að trúin flytur fjöll, en skyn samar manneskjur hafa ráðlagt okkur að taka samt með okkur skóflu. Umgjörðin er ferli til velsældar.