Fara í efni

Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa

Föstudagshugleiðingin
Föstudagshugleiðingin

Þakklæti er uppljómun.

Þakklæti er uppljómun. Þegar ég er sannarlega þakklátur upplifi ég sterka tilfinningu velsældar og allsnægta. Þá finn ég fyrir mér. Þá finn ég fyrir okkur í sál minni, finn fyrir öllum og öllu sem er, finn fyrir guði.

Ég er ekki að tala um að hugsa um þakklæti eða segjast vera þakklátur heldur að finna fyrir og upplifa þakklæti. Þegar það gerist er ég í núinu, í augnablikinu og upplifi sannarlega velsæld og finn mjög sterkt fyrir tíðni hjartans.

Þegar ég finn fyrir þakklæti þá finn ég ekki fyrir neinu öðru – engum skorti, þunglyndi eða sjálfsvorkunn. Þakk- lætið tekur allt rýmið – ég er tendraður af þakk- læti; upplýstur.

Ég er ekki upplýstur maður sem er fullur af vitneskju heldur er ég fullur af ljósi; heilögu ljósi núsins og alls heimsins.

Þakklæti er ljós – þar með er þakklæti þverrandi myrkur. Þar með er myrkur aðeins skortur á þakklæti – vanþakklæti – því að hið eina sanna er ljós; allt annað er blekking.

Þakklæti er slökun - vanþakklæti er streita!