Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa
Catusquartz
Þakklæti er ást.
Andstæða þakklætis er höfnun, viðnám, sjálfsvorkunn, þreyta og skortur.
Í nútíma samfélagi verjum við mikilli orku í að ætla að verða hamingjusöm og við verðum vissulega þakklát inn á milli – helst þegar við höfum náð tilteknum árangri eða mark- miðum.
Við lítum oft á gjafir tilverunnar sem áreiti frekar en ábendingu; frekar en einfalda staðreynd í heiminum sem okkur býðst að fást við. Þannig gerum við lítið úr gæfu-gjöfunum og gerum bókstaflega ekkert úr ógæfu-gjöfunum; úr árekstrum sem hreyfa mikið við okkur.
Samt felast mestu tækifærin í þeim atburðum sem opinbera okkur sjálf; þeim sem áreita okkur.
Þakklæti er ljós.Vanþakklæti er skortur á ljósi.