Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa
Hugleiðing á föstudegi~
Athygli er alls ekki hugsanir okkar og ekki það að einbeita sér. Athygli er tær vitund, algerlega óháð nokkru öðru í okkur eða veröldinni.
Samt er gottað grípa til veraldlegra líkinga til að skilja málið betur:
Þegar þú setur nýja rafhlöðu í vasaljós færðu sterkan og skæran geisla sem hægt er að beina hvert sem er. Geislinn tekur enga afstöðu – hann skín jafnt á allt sem þú beinir honum að.
Ljósið dreifist þegar þú stækkar skerminn með sama rafmagni og sömu perustærð og það varpar minni birtu á stærra svæði. Þegar rafhlöðurnar byrja að dofna þá minnkar ljósið.
Athygli er ljós, orka, kærleikur og vitund.
Athygli er gló sálarinnar.