Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa
hugleiðing á Sunnudegi~
Lífið er undur. Við getum á hvaða augnabliki sem er tekið ábyrgð, öðlast mátt og lifað viljandi.
Við höfum allt sem við þurfum – núna – til að lifa í friði og fullkominni velsæld. Það eina sem við þurfum að gera er að láta af fjarverunni og mæta inn í eigin tilvist, til félagsskapar við okkur sjálf. Að leysa upp egóið – skortdýrið – með því að mæta inn í tíðni hjartans.
Við getum hvenær sem er öðlast heimild til velsældar með því að opna hjarta okkar og elska okkur í stað þess að hafna – að elska okkur samt.
Að geta alltaf sagt við okkur sjálf:
„Ég elska mig samt.“