Fara í efni

Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa

hugleiðing á þriðjudegi~
hugleiðing á þriðjudegi~

Hugurinn skynjar og dæmir; vegur og metur.

Hjartað er miklu sterkara og forsendur þess einfaldari – það bara er og það bara skynjar. Það vill aðeins skína, elska, umfaðma – hjartað vill aðeins veita athygli svo þú vaxir og dafnir.

Hjartað vill að þú veitir því athygli. Að þú hlustir þegar það tjáir sig og syngur.
Að vakna til vitundar er að skilja að þú ert ekki hugsanir þínar; að vera í vitund er að vera athugult vitni sem elskar það sem ber fyrir augu, að vera ekki saksóknari, dómari og fangavörður.

Sönn ást er tær vitund, hrein athygli og hrein hlustun. Það felur í sér að láta af efasemdum og gagnrýni – að hætta að dæma og hafa endalausar skoðanir á hinu og þessu.

Ef þú hefur áhuga á því að upplifa hreina birtingu fólksins í lífi þínu er kominn tími til að láta af dómarahlutverkinu.