Fara í efni

Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa

Hugleiðing á þriðjudegi.
Þriðjudagshugleiðing ~
Þriðjudagshugleiðing ~

Í öllum kringumstæðum er hægt að spyrja sig:

„Er ég í nánd gagnvart minni tilvist, þessum aðstæðum og þeim tilfinningum sem þær vekja hjá mér, núna?

Er ég kærleiksríkt vitni gagnvart aðstæðunum?

Eða er ég huglægur dómari sem sér aðeins skortinn, þjáninguna; dómari sem leitar aðeins að afsökunum, skýringum, fjarvistarsönnunum ... dómari sem leitar að góðri sögu til að fóðra skortinn: „Þetta er að gerast vegna þess að ... þetta hefði aldrei gerst ef ekki hefði verið fyrir ... ef ég hefði gert svona og svona þá hefði þetta aldrei gerst ...““