Fara í efni

Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa

Guðni með hugleiðingu á föstudegi.
Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa

Er ekki munur á útliti manns sem er bjartsýnn og þess sem er svartsýnn?

Skiljum við ekki til fulls hvað þessi orð þýða? 

Við skiljum að útlit hefur ekkert með húð, nef, varir eða handleggi að gera – því við vitum innst inni að allar manneskjur búa yfir ljósi sem geislar, skín, ljómar.

Að líkaminn er bara hold sem er mold og að þar fyrir innan er kraftur sem er jafn sterkur og sólin, jafn heilagur og guð; kraftur sem við höfum vald yfir – þegar við höfum vaknað til vitundar og tekið ábyrgð. 

Tendraðu hjarta þitt og láttu ljós þitt skína, óhindrað.