Hvað er andlegt ofbeldi?
Námskeið fyrir alla þá sem vilja kynna sér áhrif andlegs ofbeldis á líf, okkar, þroska og samskipti.
Áhugavert námskeið fyrir alla þá sem vilja kynna sér áhrif andlegs ofbeldis á líf okkar, þroska og samskipti.
Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 16 janúar frá klukkan 18:00-21:00 og kostar 5.500 kr.
Hefur þú búið við andlegt ofbeldi í lengri eða skemmri tíma? Hefur þú beitt aðra andlegu ofbeldi, eins og að niðurlægja, meiða með orðum, öskra, beita þögn, fálæti, skapa sektarkennd o.s.frv.
Kannast þú við einhvern sem er beitt/ur andlegu ofbeldi inni á heimili eða annarstaðar ?
Vinnur þú á stað þar sem það gæti gagnast þér að vita hver einkenni og afleiðingar þessa ofbeldis eru?
Í flestum tilfellum er andlegt ofbeldi undirrót alls annars ofbeldis, líkamlegs eða kynferðislegs og mikil þörf á því að opna augu almennings fyrir vitneskju um þetta grafalvarlega málefni.
Þetta námskeið er fyrsta skrefið í áttina að því að gefa fólki kost á því að kynna sér vel hvað andlegt ofbeldi er,einkenni, afleiðingar og skref sem hægt er að taka til lausnar.
Skráning „HÉR“
Leiðbeinendur eru:
Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og
Theodór Francis Birgisson, samskipta og hjónaráðgjafi.
Farið inn á síðu lausnin.is ef þið viljið kynna ykkur fleira tengt þessu málefni.