Hvað er ofþjálfun – rákvöðvarof ?
Ofþjálfun er sjúklegt ástand sem hvaða manneskja, sem stundar einhversskonar íþrótt, getur lent í. Hvort sem um er að ræða byrjanda eða afreksmann.
Ofþjálfun er sjúklegt ástand sem hvaða manneskja, sem stundar einhversskonar íþrótt, getur lent í. Hvort sem um er að ræða byrjanda eða afreksmann.
Of mikið álag í langan tíma getur leitt til ofþjálfunar. Við ofþjálfun verður til svokallað rákvöðvarof (rhabdomyolysis), en það verður þegar rákóttir vöðvaþræðir beinagrindavöðva brotna niður vegna utanaðkomandi skaða eða þegar orkubirgðir ná ekki að anna eftirspurn í rákvöðvafrumu.
Ofþjálfun er ekki það sama og vera þreyttur og aumur vegna æfingaálags, heldur er það alvarlegt líkamlegt og andlegt ástand sem getur haft langvarandi afleiðingar sé ekki unnið rétt úr því.
Einkenni ofþjálfunar geta birtst á marga vegu, ef þú kannast við eitt af eftirfarandi atriðum, stundar miklar og reglubundnar íþróttir, ættir þú að leita læknis.
- Líkamlegir verkir í vöðum og liðamótum, bæði staðbundið og dreifð
- Þreyta, máttleysi og orkuleysi
- Höfuðverkur
- Dökkt þvag
- Svefnleysi
- Lélegra ónæmiskerfi
- Afkastageta minnkar á æfingum
- Þunglyndi og pirringur
- Minnkuð matarlyst
- Minnkuð kynhvöt
Til að minnka eða draga úr byrjunareinkennum ofþjálfunar er mikilvægt að minnka æfingarnar og fara í léttari hreyfingu. Drekka nóg af vökva og einnig getur verið gott að fara í nudd eða aðra slökun.
Af vef doktor.is