Fara í efni

Hvað er það eina sem skiptir máli - hugleiðing dagsins

Hvað er það eina sem skiptir máli - hugleiðing dagsins

Það skiptir engu máli hvað gerist

Það eina sem skiptir máli er hvað þú gerir, eftir að eitthvað gerist.

Þín viðbrögð – hvort þú velur viðbragð eða bregst við með kæk og á forsendum skortdýrsins. Hvað gerirðu? Viðbrögðin hafa allt með það að gera hvort þú stefnir til vansældar eða vel- sældar. Viðbrögðin opinbera heimildina þína – hvort þú sparkar í þig liggjandi eða reisir þig á fætur í fullum kærleika.

Hvort þú elskar þig samt. Hvort þú vilt fyrirgefa þér.

Áföllin skilgreina okkur – og oft þarf áföll til að við vöknum upp úr kækjum skortdýrsins, upp úr fjarverunni. Áföllin rista svo djúpt í okkar tilfinningalíf að í þeim felast mikil tækifæri til vaxtar og rýrnunar. Dauðsföll, slys, skilnaðir.
Skilnaður er eitt það erfiðasta sem nokkur manneskja getur gengið í gegnum. En þar liggur stór vaxtarsproti:
Þú skilur þegar þú skilur.

 

Þú færð tækifæri til að skilja þegar þú ert að skilja. Þegar þú skilur ekki við skilnað, þá skilurðu aldrei.