Hvað er yoga?
Yoga er nafn yfir líkamlegar æfingar sem krefjast einbeitingu, jafnvægis og vöðvastyrks og beitingar djúprar og hægrar öndunar.
Algengur misskilningur hjá fólki sem ekki hefur kynnt sér yoga er sá að halda að yoga snúist um liðleika. Yoga æfingar gera þig að sjálfsögðu liðugri en þú þarft ekki að vera liðug/ur til þess að geta stundað yoga.
Yoga inniheldur æfingar sem eru í þrepum og þú lærir að beita líkama í takt við öndun. Öndunin er mjög mikilvæg og það tekur tíma að læra inná þessa tækni.
Yoga lærist ekki á einum tíma. Þú þarft að koma í að minnsta kosti 3 tíma og helst í mánuð til þess að finna fyrir áhrifunum og virkninni.
Þegar þú hefur stundað yoga í 3 mánuði þá fyrst verður þú fyrir miklum breytingum. Mikilvægt er að mæta mjög þétt og láta ekki líða of langt á milli æfinganna.
Yoga æfing sameinar huga og líkama og með því að beina huga þínum að önduninni nærð þú að virkja hverja æfinguna betur og öðlast innri ró .
Hot Yoga er yoga í upphituðum sal og það virkar enn betur fyrir öndunina og fyrir liðamót og vöðva. Þú nærð að sameina alla þessa þætti betur í hita og það reynir ef til vill betur á þig þ.e.a.s. að anda í ákveðnum takt við æfinguna og að takast á við heitt og rakt loft.
Þessar aðstæður gera þér í raun æfingarnar auðveldari og þú mýkist um vöðva og bein og það er auðveldara að anda í þessu hitastigi. Hitinn er ekki eins og í sauna klefa það er mjög algengur misskilningur. Hitinn er 38°C og stundum 40°C en rakastigið er gott og alltaf betra að anda í svona aðstæðum heldur en í köldu og þurru lofti.
Fólk með asma hefur grætt á þessum tímum og fólk sem er að vinna sig upp úr meiðslum í baki, hnjám eða öxlum.
Ég las stuttan og skemmtilegan pistil í dag eftir Berglindi Pétursdóttur í Bakþönkum Fréttablaðsins og hún lýsir vel hvernig fólk misskilur gjarnan yoga yfir höfuðið. Það þarf ekki að vera yoga í hita heldur yoga æfingar almennt. Vinkona Berglindar hljómaði eins og ég sjálf var áður en ég kynntist yoga. Ég vildi “action” og mikla áskorun og sumir yoga timar veita þér það kannski ekki en eftir að ég kynntist yoga í hita þá fékk ég allt aðra sýn á yoga yfir höfuð og hef lært að stundum eru hægari æfingar mun erfiðari en þær hraðari og taka á öðrum hlutum í leiðinni.
Yoga í hita er það sem ég mæli með og reyndar öllu yoga. Ef þú ert með óþægindi í mjóbaki, öxlum, hnjám eða mjöðmum og ef til vill líka undir álagi þá er yoga fyrir þig. Með opnun liðamóta og styrkingu djúpvöðva styrkir þú sogæðakerfið þitt og styrkir beinagrindina þína!
Aldrei er of seint að byrja,
Komdu núna í Sporthúsið og ég skal sýna þér þetta betur.
Bestu kveðjur,
Jóhanna Karlsdóttir,
Hot Yoga leiðbeinandi í Sporthúsinu.