Hvað gerist á fyrstu mínútum barns?
Þú varst að koma barni í heiminn. Þú ert í skýjunum og elskar þennan litla einstakling meira en allt. Þessi einstaklingur er samt að upplifa eitthvað allt annað en þú og er að ganga í gegnum fullt af hlutum á fyrstu 70 mínútum lífs síns.
Sænskir vísindamenn tóku myndband af 28 börnum á fyrsta klukkutíma lífs þeirra (rúmlega) og komust að því að ef börnin voru bara látin í friði, í fangi móður sinnar, þá fara þau öll í gegnum sama ferli í ákveðnum tímaramma.
Kíkjum á þetta!
Mínúta 0: Barnið fæðist
Og líklegast grætur það alveg svakalega. Það var að koma úr hitanum og örygginu, út í hinn kalda heim og það er auðvitað frekar ógnvænlegt. Annað sem gráturinn gerir, en það er að „vekja“ lungun og hjálpa barninu að nota þau í fyrsta skipti.
Mínúta 2: Barnið tekur sér smá hvíld
Rétt eftir góða lotu af gráti, þagnar barnið. Þetta getur hafa verið partur af þróuninni frá því þegar börn fæddust út í náttúrunni, svo villidýrin heyri ekki í þeim.
Mínúta 2.5: Barnið opnar augun
Halló heimur! Barnið er ekki að leita að ástríku andliti móður sinnar, heldur er það að leita að brjóstunum hennar.
Mínúta 8: Barnið tjáir sig
Barnið byrjar að gefa frá sér „hungur“hljóð til að fá athygli móður sinnar. Það gæti líka farið að fikra hendurnar upp að munninum sínum, fínt að japla á hnefanum sínum ef ekkert annað er í boði.
Mínúta 18: Barnið tekur sér hvíld nr. 2
Barnið er alveg úrvinda núna og þarf að hvíla sig.
Mínúta 36: Kominn tími til að leita að „matnum“
Barnið er búið að hlaða batteríin og hið nýfædda barn fer að fikra sig í það að finna sér mat. Það veit ekki alveg að hverju það er að leita en notar þefskynið sitt til þess að finna brjóstið.
Mínúta 62: Barnið drekkur
Sigur! Það má vera að brjóstamjólkin sé ekki alveg komin en barnið getur fengið „broddinn“ sem er fullur af næringarefnum og mótefnum sem styrkja ónæmiskerfið. Þessi gjöf örvar líka mjólkurframleiðsluna og fer almennilega af stað þegar þetta gerist, ásamt því að leg mömmunnar fer að dragast saman og nálgast sína eðlilegu stærð.
Mínúta 70: Svefn
Eftir alla spennuna fer barnið að sofa en mun örugglega vakna fljótlega aftur til að drekka meira, áður en þú veist af.
Fengið af vef hun.is