Fara í efni

Hvað þýðir það að “vera besta útgáfan af sjálfri þér”?

Játning... Lengi vel þoldi ég ekki frasann “að vera besta útgáfan af sjálfum sér”. Mér fannst merking hans vera óljós og frasinn vera ofnotaður... Fyrr en kl. 21:22 fyrir tæpum mánuði. Á þeim tíma var ég að halda ókeypis fyrirlesturinn minn “3 skref til að losna undan vítahring sykurs og tvöfalda orkuna” - með yfir 150 manns og setti glæru upp á skjáinn með mynd af konu sem sat í hugleiðslustellingu í kyrrðinni við morgunsólina.
Hvað þýðir það að “vera besta útgáfan af sjálfri þér”?

Játning...

Lengi vel þoldi ég ekki frasann “að vera besta útgáfan af sjálfum sér”. Mér fannst merking hans vera óljós og frasinn vera ofnotaður... Fyrr en kl. 21:22 fyrir tæpum mánuði.

Á þeim tíma var ég að halda ókeypis fyrirlesturinn minn 3 skref til að losna undan vítahring sykurs og tvöfalda orkuna - með yfir 150 manns og setti glæru upp á skjáinn með mynd af konu sem sat í hugleiðslustellingu í kyrrðinni við morgunsólina.

Myndin var eitthvað svo friðsæl og heilbrigð. 

Það var eins og eitthvað smylli hjá mér og ég áttaði mig loks á því hvað það að “vera besta útgáfan af sjálfum sér” þýðir.  Þýðingin er einföld en þegar við náum að tileinka hana getur hún haft stórvægileg áhrif á líf okkar, til hins betra.

Eins og ég skildi þá þýðir það “Að vera besta útgáfan af sjálfri sér” einfaldlega...

Að velja á hverjum degi að næra þig fyrst og gefa þér þær tilfinningar sem þú leitast eftir.

Það er svo oft sem við förum í gegnum daginn og leyfum aðstæðum að stjórna líðan okkar, á meðan hamingjan kemur innan frá og hefst með vali á hverjum degi.

Jú suma daga munum við vera of upptekin og leyfa hungri eða aðstæðum að stjórna, hreyta í krakkana okkar eða svara samstarfsaðilum í pirruðum tón.

En ef við reynum að hefja alla daga á því að velja þær tilfinningar sem við viljum finna eins og gleði, hamingju, tilhlökkun, þakklæti og setja heilsuna í forgang...

..Þá erum við besta útgáfan af sjálfum okkur. 

DSCF2643

 Þessi uppljómun fékk mig til að hugsa aftur til baka þegar ég var að byrja Lifðu til fulls, fyrir tæpum 7 árum og það var kona í þjálfun hjá mér sem hét Guðrún.

Í sameiningu ákváðum við Guðrún, að hún skyldi byrja alla daga á því að skrifa niður 3 hluti sem hún var þakklát fyrir. 

Viku síðar heyrði ég aftur í Guðrúnu og tók hún eftir meiri jákvæðni og að hafa hlegið meira yfir vikuna. Þessu var líka tekið eftir og hafði samstarfskona hennar orð á því hvað hún hefði góða nærveru! Það besta er að Guðrún sagði að skrifa þessa hluti hafi ekki tekið hana nema 2 mínútur aukalega á morgna!

Þvílík áhrif sem þessar 2 mínútur höfðu. Ekki bara fyrir Guðrúnu heldur einnig þeirra í kringum hana.

Þakklæti er aðeins eitt af mörgu sem hjálpar okkur að verða besta útgáfan af okkur. 

Lykilatriðið sem ég vill skilja eftir er að það “að vera besta útgáfan af þér” það byrjar með vali. Daglegu vali.

Endilega deildu á samfélagsmiðlum og sérstaklega til vinkvenna sem er annt um heilsuna.

Talandi um fyrirlesturinn sem ég hélt um daginn, ég er að bjóða á hann aftur 28.maí kl 20 gegn skráningu hér! Þú lærir um 5 fæðutegundir sem auka orkuna, fáðu uppskrift sem slær samstundis á sykurlöngun og próf sem sýnir þér hvar heilsan er stödd og hvað er til ráða svo þú getir orðið besta útgáfan af þér! 

Heilsa og hamingja,

jmsignature