Hvaða áhrif hafa erfðir og umhverfi á hamingju?
Á alþjóðlega hamingjudaginn, 20. mars næstkomandi, verður haldið opið málþing um „Hönnun og hamingju – erfðir og umhverfi“ í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 14–16.
Aðalfyrirlesarar málþingsins eru dr. Ragnhild Bang Nes, sálfræðingur og faraldsfræðingur við Lýðheilsustofnun Noregs (Folkehelseinstituttet), og Hlín Helga Guðlaugsdóttir, upplifunarhönnuður og kennari við Konstfack listaháskólann í Stokkhólmi.
Dr. Ragnhild mun fjalla um um rannsóknir á erfðum og hamingju og segja frá því hvernig rannsóknarniðurstöður eru notaðar til að auka hamingju og vellíðan í Noregi. Hún hefur unnið að rannsóknum á sambandi erfða, hegðunar, hamingju og heilsu (behavioral genetics of happiness and health).
Hlín Helga mun fjalla um hvernig beita megi aðferðafræði hönnunar til að auka vellíðan og bæta lífsgæði. Hún hefur sérhæft sig síðustu ár í þverfaglegu samstarfi og framtíðarrýni í gegnum fjölbreytt verkefni.
Gunnar Hersveinn rithöfundur mun fjalla um hvernig sköpunargáfan kemur við sögu í leitinni að hamingju og hvernig hún knýr fólk til að gera tilraunir og endurraða í lífinu.
Að lokum mun Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri hjá Embætti landlæknis, kynna niðurstöður nýjustu rannsókna á hamingju Íslendinga í samhengi við mælingar fyrri ára ásamt því að fara yfir gagnreyndar aðferðir til að auka hamingju og vellíðan.
Dagskrá málþingsins Hamingja og hönnun verður á þessa leið:
14:00 Ávarp: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík
14:15 Erfðir og hamingja
Dr. Ragnhild Bang Nes, sálfræðingur og faraldsfræðingur frá Lýðheilsustofnun Noregs
14:45 Hönnun og hamingja
Hlín Helga Guðlaugsdóttir, upplifunarhönnuður og kennari við Konstfack listaháskólann í Stokkhólmi
15:15 Sköpun og hamingja
Gunnar Hersveinn rithöfundur
15:30 Hamingja Íslendinga
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis
Fundarstjóri er Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis
Málþingið er opið öllum og er aðgangur ókeypis. Skráning hér
Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt 20. mars Alþjóðlega hamingjudaginn og eru jafnframt að skoða hvernig megi bæta mælikvarða um hamingju við aðrar mælingar til að meta heildræna framþróun þjóðríkja.
Að málþinginu standa, auk Embættis landlæknis, Endurmenntun Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.
Sjá nánar: Dagskrá málþingsins (PDF)
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis
Sigrún Daníelsdóttir
verkefnisstjóri geðræktar