Hver er munurinn á hefð og athöfn - hugleiðing á laugardegi
VERKEFNI – FRAMKVÆMDAÁÆTLUN
Til hvers eru hefðbundnar umgjarðir samfélagsins? Skóli, nám, íþróttir, vinna – allt er þetta til þess fallið að forða okkur frá okkur sjálfum. Það er til dæmis talað um að setja börn í íþróttir til að forða þeim frá eiturlyfjum; þau eru þar með skilin eftir með minni tíma til að valda sér skaða með óreglu og óheilbrigði. Auðvitað mælum við með íþróttaiðkun í sjálfu sér – svo fremi sem forsendurnar séu sprottnar úr velsæld en ekki vansæld.
Umgjarðir sem eru ekki ákveðnar í vitund verða að fjarveru og fíkn – leið frá sjálfum sér. Alveg sama hvort umgjörðin er vel borguð vinna, hestamennska, íþróttir eða skólaganga.
Munurinn á hefð og athöfn er mjög mikill, þótt hann líti ekki út fyrir það á yfirborðinu. Athöfnin þarf ekki að vera í hefð. Athöfn getur orðið að hefð en þarf ekki að vera það – hún getur samt gert stórkostlegt gagn.
Hefð er valið far og ferli sem hefur verið iðkað nógu lengi til að verða náttúrulegur hluti af okkur. Þegar upp er staðið eru það hefðirnar sem aðskilja okkur – upp- hefðir velsældar eða vani vansældar.