Fara í efni

Hvernig ætlar þú að njóta sumarsins?

Allt of oft sjáum við fólk taka sér frí frá hreyfingu og hollustu á sumrin. Vissulega verða ákveðnir hlutir flóknari á sumrin; börnin fara í frí, við erum í ferðalögum innan- og utanlands og svo fylgir sumrinu félagsskapur sem oft snýst að miklu leyti um grillmat, ís og svalandi drykki. Semsagt, rútínan og strúktúrinn í hversdeginum hverfur og í staðinn kemur mikilvægi þess að NJÓTA SUMARSINS.
Hvernig ætlar þú að njóta sumarsins?

Allt of oft sjáum við fólk taka sér frí frá hreyfingu og hollustu á sumrin. Vissulega verða ákveðnir hlutir flóknari á sumrin; börnin fara í frí, við erum í ferðalögum innan- og utanlands og svo fylgir sumrinu félagsskapur sem oft snýst að miklu leiti um grillmat, ís og svalandi drykki. Semsagt, rútínan og strúktúrinn í hversdeginum hverfur og í staðinn kemur mikilvægi þess að NJÓTA SUMARSINS.

En hvað er að njóta sumarsins?

Fyrst og fremst verðum við að sigrast á þeirri algengu hugsanavillu að það sé eitthvað samasemmerki á milli þess að njóta og gera vel við sig, og að synda í óhollum matvörum, sykri, sælgæti og áfengi eða gosdrykkjum. Svo er spurning um að opna augun fyrir öllum þeim frábæru tækifærum til þess að hugsa um heilsuna, hreyfa sig og virkilega njóta á heilsusamlegan hátt - þau eru nefnilega enn fleiri og skemmtilegri en við höldum!!

Það er svo oft sem við höldum að við „gerum ekki neitt” eða „höfum ekki tíma til þess að sinna heilbrigðum lífsstíl“, en galdurinn felst í því að endurhugsa hlutina og finna nýjar og óhefðbundnar leiðir við að tækla heilbrigðan lífsstíl yfir sumarmánuðina - og njóta þess alla leið! 

Það að vera Valkyrja snýst um að lifa heilbrigðum lífsstíl allt árið um kring en aðlaga sig að mismunandi tíma hverju sinni. Þú elskar þennan lífsstíl, finnur orkuna og styrkinn, og vilt ekki að hann fari í frí!

Ef þú kannast við þetta þá er líklegt að þú sért ennþá föst í megrunarkúrum og reglulegum átökum. En það er einmitt það sem við viljum vinna gegn með því að skapa langtímavenjur og lífsstíl sem þú fylgir allt árið um kring. 

 

Við hjá HIITFIT erum mjög meðvitaðar um að lífsstíllinn breytist oft eftir árstíðum. Við erum aðeins meira úti, erum á ferðalögum, í sumarfríum og rútínan breytist. Við höfum því hannað ótrúlega spennandi sumardagskrá sem mun hjálpa þér að missa ekki tökin á heilsunni í sumar, og styðja við þig að hugsa betur um sjálfa þig næstu mánuði.

Að ná tökum á heilbrigðum lífsstíl snýst nefnilega um að geta verið sveigjanlegur þegar kemur að breytingum á rútínu og muna að þetta snýst um framfarir en EKKI fullkomnum. Lítil skref verða að stórum framförum, hér eru nokkrar hugmyndir sem þú getur nýtt þér til að auka við hreyfingu í sumar:

  • Vertu út í náttúrunni, taktu göngutúra í sumar-bústaðnum og sveitinni, leiktu þér úti í góða veðrinu, sigrað fjallstinda
  • Nældu þér í auka hreyfingu með því að hoppa á trampólíninu eða fara í fótboltaleik með krökkunum og öllum þeim sem vilja vera með. 
  • Taktu stigann í stað lyftunnar, eða syntu nokkrar ferðir í sundi þegar þú hefðir mögulega verið vön að sitja bara í heita pottinum

Til þess að auka líkurnar á árangri er gott að umkringja sig hóp af fólki sem er með svipuð markmið og þú, því þannig styðjið þið hvort annað og aukið líkurnar á árangri. 

Ef þig vantar stuðning og vilt vera partur af lifandi heilsusamfélagi þá eru Valkyrjurnar staður fyrir þig. 

Kynntu þér málið hér og tryggðu þér sumartilboð

Heilsukveðja,

HIITFIT teymið