Fara í efni

Hvernig starfar heilinn - kvöldhugleiðing Guðna

Hvernig starfar heilinn - kvöldhugleiðing Guðna

Heilinn á okkur starfar á sömu forsendum og stafræn myndavél.

Hann getur veitt fókus, farið inn og út úr athygli, tekið mynd af stóra samhenginu eða smáatriðum, og þegar við erum tilbúin til að skapa minningu ýtum við á straumrofa. Þá opnast ljósopið á minninu, tekur mynd og geymir minninguna. Ef við viljum eyða myndinni út, strax eða seinna, tökum við strauminn af henni með því að eyða henni úr minninu.

Af þessum sökum legg ég svona mikla áherslu á það hvaða straum við höfum gagnvart ýmsum sviðum lífs okkar. Ferlin sem halda okkur í skefjum byggjast á minningum og gömlum myndum; viðhorfum sem við höfum neglt niður í eigin lífi.

Ef við viðhöldum sterkum straumi á minningum sem tengjast vansæld verður sjálfsmynd okkar alltaf lituð af þeim – þannig verðum við áfram föst og ófrjáls.

Myrkrið er notað til að framkalla myndir sem ekki á að opinbera. Við opinberum okkur í ljósinu en framköllum okkur í myrkri.