Fara í efni

Hvernig vilt þú eldast?

Fyrir um það bil 100 árum gat venjulegur jarðarbúi ekki vænst þess að lifa mikið lengur en til fimmtugs. Í dag er meðalaldur víða kominn vel á níunda tug. Á sama tíma hefur skapast annað vandamál. Sá tími sem manneskjan lifir með sjúkdómum hefur lengst en langstærsti hluti þessara sjúkdóma eru lífsstílstengdir.
Hvernig vilt þú eldast?

Fyrir um það bil 100 árum gat venjulegur jarðarbúi ekki vænst þess að lifa mikið lengur en til fimmtugs. Í dag er meðalaldur víða kominn vel á níunda tug.

Á sama tíma hefur skapast annað vandamál. Sá tími sem manneskjan lifir með sjúkdómum hefur lengst en langstærsti hluti þessara sjúkdóma eru lífsstílstengdir.

"Glötuðum góðum æviárum hefur því fjölgað á heimsvísu, en í dag er áætlað að meðal Evrópubúinn eyði um 20-25% af ævi sinni við skerta heilsu. Nýjar tölur fyrir Íslendinga samkvæmt WHO http://www.who.int/gho/mortality_burden_disease/life_tables/en/ gefa til kynna að meðal Íslendingurinn lifi í 82,7 ár en 72.7 ár við góða heilsu. Samkvæmt þessu eyðir meðal Íslendingurinn 10-15% af ævi sinni við skert lífsgæði vegna heilsubrests."

Við höfum samt verið að standa okkur ágætlega - í 4. sæti á heimslistanum 2013 yfir heilbrigð æviár samanber.
http://www.healthdata.org/news-release/life-expectancy-climbs-worldwide-people-spend-more-years-living-illness-and-disability

Ásamt almennt vaxandi tíðni lífsstílssjúkdóma í öllum aldurshópum þýðir þetta að sjúkdómabyrðin í samfélaginu hefur aukist. Áætlað er að á næstu þrjátíu árum mun fjöldi sjötugra og eldri meira en tvöfaldast frá því sem nú er og fjöldi 85 ára og eldri mun næstum þrefaldast. Ljóst er að núverandi skipulag heilbrigðis- og öldrunarþjónustu mun ekki ráða við þessa aukningu.

Það verður því eitt af mikilvægustu verkefnum einstaklinga og samfélagins í heild að lengja þann tíma sem hver og einn lifir við góða heilsu. Æskilegt er að við öll veltum fyrir okkur spurningunni: ,,Hvernig vil ég verða gamall?”

Þann 8. september nk verður ráðstefna haldin í Háskólabíói sem ber heitið ,,Who Wants To Live Forever" Þar munu þekktir alþjóðlegir fyrirlesarar velta þessarri spurningu fyrir sér og fjalla um hvernig lífsstíll okkar getur ákvarðað hvernig við eldumst. Að hversu miklu leyti hefur t.d. hreyfing, mataræði, líkamsklukkan og jafnvel hugsanir, áhrif á líkamsstarfssemi okkar, heilsu og langlífi? Hversu stóru hlutverki gegna lífsstílsbreytingar við forvarnir og meðferð langvinnra sjúkdóma? 2Að lokum verður fjallað um hvernig komandi kynslóðir muni geta lifað í sátt og samlyndi við lífríki plánetunnar þannig að maðurinn og Jörðin eigi saman langa framtíð fyrir höndum.

Dagana í kringum ráðstefnuna verða að auki haldin ýmis námskeið með sumum fyrirlesaranna, s.s. hjólreiða- og hlaupanámskeið auk sérstaks námskeiðs fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem vilja kynna sér betur hvernig nota má lífsstílsbreytingar sem hluta af meðferð á sjúkdómum á borð við sykursýki og Alzheimer.  Síðastnefnda námskeið verður haldið laugardaginn 9. sept og er ætlað þeim sem vilja kafa dýpra í biokemiu og lífsstílsmeðferðir við króníska sjúkdóma á borð við sykursýki og Alzheimer. 

Allar nánari upplýsingar má finna á www.liveforever.is

Vonumst við til að sjá sem flest ykkar 8. September í Háskólabíói en ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á heilsu og heilbrigði, bæði heilbrigðisstarfsfólki og almenningi.

Stjórn Icelandic Health Symposium.

Icelandic Health Symposium sem stóð að Foodloose í fyrra verður í september með aðra ráðstefnu, "Who Wants To Live Forever" www.liveforever.is sem fram fer í Háskólabíói 8. September og er ætluð almenningi og heilbrigðisstarfsfólki með áhuga á þessu mikilvæga málefni.

Á ráðstefnunni verður fjallað um það hvernig við bæði lengjum lífið og höldum heilsunni fram eftir aldri (en: healthspan), sem útlegst á íslensku sem „bætum lífi við árin“.

Í tengslum við viðburðinn kemur til landsins læknirinn Dr. Mark Cucuzzella sem einnig hefur lagt stund á maraþonhlaup til margra ára en hann ætlar að bjóða þeim ráðstefnugestum sem vilja á námskeið í barefoot/natural running. Aðferð þessar er ætlað að bæta hlaupastíl og draga úr meiðslum – en lesa má nánar um það hér
http://naturalrunningcenter.com/  og
http://naturalrunningcenter.com/2013/05/06/video-the-principles-natural-running/

Ætlunin er að halda námskeiðið sunnudeginum 10. september eftir ráðstefnuna og má áætla að námskeiðið taki um 2 klst. Staðsetningin verður auglýst síðar.

Hlaupanámskeiðið er innifalið í ráðstefnugjaldinu en ef einhverjir komast ekki á ráðstefnuna en vilja sækja námskeiðið verður það velkomið.

Einnig verður boðið upp á hjólaworkshop þann 7. sept með Ben Greenfield sem einnig verður með erindi á ráðstefnunni. Þar sem líka kynnt verður til sögunnar splunkunýtt "gravel" hjól sem verður opinberað á Eurobike nokkrum dögum áður.