Hversu oft ferð þú í sturtu?
Húðsjúkdómalæknar ræða málin.
Ah, þessi gamla góða spurning: Hversu oft ætti maður að fara í sturtu?
Þegar kemur að heilsunni okkar þá eru ansi margir sem spá í þessu, er einhver töfratala til? Nei, það er víst ekki svo einfalt.
Húðsjúkdómalæknar eru ekki endilega alltaf sammála um það hversu oft þú ættir að fara í sturtu.
„Aðal ástæðan fyrir því að við förum í sturtu er til að þvo í burtu svita og dauðar húðfrumur, þrífa af okkur óhreinindi og vonda líkamslykt eins og svitalykt“ en þetta segir Mary L. Stevenson, heimilislæknir og aðstoðarprófessor hjá Perelman Department of Dermatology við NYU.
Það eru ekki allir sem svitna jafn mikið eða oft, eða eru með áberandi líkamslykt eða feita húð. Þannig að sturtuvenjur fólks eru eins mismunandi eins og við erum mörg.
Að fara í sturtu eða bað daglega er alls ekki alltaf nauðsynlegt fyrir ansi marga. Hugmyndin um að þurfa að baða sig einu sinni á sólarhring til að halda góðu líkamlegu hreinlæti er það sem flest allir halda að sé nauðsynlegt.
Í rauninni erum við að baða okkur miklu oftar en við þörfnumst.
Við þurfum í raun ekki nema nokkrar sturtur á viku.
Dr. Stevenson vil meina að tvisvar til þrisvar í viku sé nóg fyrir hina venjulegu manneskju.
Þetta fer voðalega mikið eftir lífsstíl hvers og eins. Ef þú ert t.d að æfa mikið, ert með feita húð eða slæma líkamslykt þá þarft þú að baða þig oftar en þrisvar í viku.
Þeir/þær sem vinna erfiðisvinnu þurfa líka að baða sig oftar en þrisvar í viku.
Árstíðir spila líka inn í þetta ferli. Á sumrin getur verið vel heitt og þú svitnar meira en vanalega, þá skal huga að fleiri sturtu ferðum en þrisvar í viku.
Á veturnar er nóg að halda sig við tvisvar til þrisvar í viku því kuldinn þurrkar upp húðina og það gerir vatn einnig.
Ef þú hins vegar velur að fara í sturtu daglega þá er það í lagi, svo framalega sem þú hugar vel að húðinni í leiðinni.
Það þarf að hugsa um rakastig húðar, bæði á líkama og andliti og einnig þarf að passa upp á hárið. Of mikil notkun á sjampói og hárnæringu getur þurrkað upp hársvörðinn og hárið. Þó þú farir í sturtu daglega þá þarftu ekki að þvo þér um hárið á hverjum degi.
Ef þú ferð daglega í sturtu, reyndu þá að hafa hana styttri en 10 mínútur. Og mundu að bera á þig gott rakakrem á eftir. Bæði á líkama og andlit.
Önnur mjög góð regla, ekki nota of heitt vatn, of sterkar sápur eða sjampó. Þetta getur valdið því að minnkun verður á framleiðslu líkamans á hans náttúrulegu olíum.
Mjög gott er að nota lyktarlausa sápu á líkamann, píku og typpi. Það verður að passa upp á Ph gildi þessara staða og ilmur í sápum getur ruglað Ph gildinu.
Ef þú ert að nota milda sápu þá þarftu í raun bara að sápa nokkra staði á líkamanum. Þá erum við að tala um undir höndum og á milli fótanna. En mundu, alls ekki setja sápu inn í píkuna á þér. Notaðu bara vatn til að þvo henni.
Einnig þarf að þvo fætur með sápu. Oft hafa fæturnir verið í lokuðum skóm allan daginn og bakteríur elska það.
Annað sem skal helst ekki nota eru gróf skrúbb krem eða grófir líkamsburstar. Þetta tvennt getur oft verið of gróft fyrir húðina og skilið eftir sig örlitlar rispur á efsta lagi húðarinnar.
En það er hægt að fara milliveginn. Þú ert kannski að nota fínkorna skrúbb krem einu sinni í viku og haltu því þá áfram en aldrei láta skrúbb krem koma nálægt píkunni eða svæðinu þar í kring. Reyndu að nota skrúbb krem sem inniheldur AHA sýrur.
Sum húðvandamál geta verið þess eðlis að þú verður að fara daglega í sturtu, eða jafnvel tvisvar á dag.
T.d þeir sem eru með feita húð, bólur á líkama og andliti eða svitna óeðlilega mikið.
Hafa þarf einnig í huga að þeir sem eru með húðsjúkdóma eins og psoriasis, exem eða rósaroða getur fundið það erfitt að fara í sturtu daglega því vatnið þurrkar upp húðina og þá getur komið fram pirrandi kláði.
Ef þú ert að eiga við einhverskonar húðvandamál þá er mjög gott að ræða við húðsjúkdómalækninn þinn um það hversu oft þú ættir að baða þig á viku.
Heimild: self.com