Fara í efni

Hvítasunnudagur og flott hugleiðing frá Guðna lífstílsráðgjafa

hugleiðing á Sunnudegi~
hugleiðing á Sunnudegi~

Allir veita viðnám þeirri hugmynd að þeir þreyti sig með lífsstíl sínum, óþarfa áhyggjum, niðurrifi og höfnun á eigin tilfinningum og persónuleika.

Setjum þetta í veraldlegt samhengi. Segjum að þú farir í gegnum venjulega viku með öllu sem henni tilheyrir, löngum vinnudögum, árekstrum við starfsfélaga, yfirmenn eða viðskiptavini, málamiðlunum við makann, uppeldi á börnunum, samskiptum við bankann og lánadrottna, húsfundi, innkaupum, umferðartöfum, sjónvarpsglápi, eldamennsku og öllu heila klabbinu; öllu sem þú notar til að valda streitu af einhverri tegund. Á föstudegi ertu örmagna, orkan farin, lundin ólétt og gráminn siglir með þér inn í helgina.

Kannastu við þetta?